Að elta gullgæsina

Gulli umhverfis er að elta gullgæsina. Láta vita af því að fjölskylda hans á land sem hægt er að nota undir vindmyllur. Auðvitað allt sett fram og selt án þess að spyrja þjóðina. Jú hann á landið og hvað kemur þjóðinni það við hvernig hann notar landið.

Hann gleymdi því að orkan sem hann ætlar að skapa í 25 ár þarf tengivirki og hver borgar það? Jú auðvitað þjóðin því Gulli þarf að græða svo mikið.

Allir aðrir tala ekki um þessa ráðstefnu sem viðskiptaþing. Fyrir þeim er þetta alvara (sem á þó lítið skylt við raunveruleikann) sem þarf að fást við. Gulli er bara í viðskiptum. Geggjað að vita að hann sé í viðskiptaferð í boði skattgreiðenda.

Pilsfatakapítalismi eða spilling? Kannski er það bara það sama.


mbl.is Snúið að halda COP á Zoom
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband