10.1.2024 | 15:58
Klára umræður um framkvæmd og fjármögnun í endurskoðun?
Hvernig er hægt að láta svona út úr sér er mér algerlega hulin ráðgáta. Réttara væri að segja hvernig var hægt að fara af stað án þess að umræðum um þetta væru kláraðar?
Þetta fíaskó sem á að heita samgöngusáttmáli var bara hent út í loftið án allrar umræðu og ekki síst sem skiptir öllu máli - hvernig á að fjármagna dæmið.
Skömm kosinna fulltrúa um þennan samgöngusáttmála er æpandi og réttast væri að hætta með dæmið og byrja upp á nýtt. Allir sem að þessu komu segi af sér. Hins vegar er það bara draumheimur á Íslandi. Vanhæfni er alls ráðandi og ætt út í alls konar þvælu án þess að vinna grunnvinnuna sem skiptir öllu máli.
Kannski er eina leiðin út úr þessu að gera eins og Guðjón E. Hreinberg bloggari segir - Flýðu!
Klára að uppfæra sáttmálann á næstu vikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.