Bílarnir njósna um þig

Þeir sem eiga nýlega bíla vita vel að tölvutækni er mikið notuð og nú hefur komið í ljós að þar er safnað alls konar upplýsingum án þess að láta notandann vita. Þekkt er þegar kreditkortafyrirtækin fóru að nota örgjörva án þess að segja neitt um hverju var verið að safna. Í dag vilja þeir helst gera þetta í gegnum app til að auðvelda enn frekar njósnirnar.

Sem dæmi um notkun í verslun þá er vitað hvernig kort var notað og hvar notandinn býr án þess að nafngreina hann.

Bílarnir vilja fara miklu lengra og safna alls konar upplýsingum t.d. heilsuupplýsingum. Þetta er ekkert bundið við ákveðna tegund heldur taka allir þátt í leiknum. VW vill bæta um betur setja AI spjallaforrit líka.

Gaman væri að vita hversu mikið sjónvarpið fylgist með okkur eða önnur raftæki á heimilinu.

Við erum þegar komin í 1984.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég bíð bara eftir að einhver 14 ára krakki í Indónesíu hakki sig inn í sjálfkeyrandi Teslu einhvers, og keyri rakleitt út í sjó.

Þetta er allt nettengts, allt hakkanlegt.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.1.2024 kl. 14:22

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það er alveg efni í sérstakan pistil að vera ekki með tvær tölvurásir, ein sem keyrir og önnur með afþreyingu (sem gæti verið nettengd). Sýnir hversu hrikalega illa er staðið að smíði nýrra bíla.

Stóra spuringin er samt: Hvar er persónuvernd? Voru lögin sett upp á punt eða er nefndarfólk svo grænt að það fatti þetta ekki?

Rúnar Már Bragason, 11.1.2024 kl. 15:04

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lögin eru upp á punt.  Það á ekkert að fara eftir neinum lögum nema það henti einhverjum í klíkunni.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.1.2024 kl. 18:31

4 Smámynd: vaskibjorn

Er njósnað um okkur í gegnum snjallsímana sem allir hafa á sér?

vaskibjorn, 21.1.2024 kl. 22:25

5 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Í grunninn fylgjast forritin með hvað þú gerir í símanum. Hvort öll forrit eða sum senda upplýsingar getur verið erfitt að finna út. Allt stafrænt þýðir í raun að fylgst er með hvað þú gerir.

Ef þú ert að ýja að samsæriskenningum þá fylgistu afar illa með hvað forrit í tölvu/síma eða annarsstaðar gera.

Rúnar Már Bragason, 21.1.2024 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband