Umdeildur forsetaframbjóðandi

Lenti á spjalli um forsetaefnin og Arnar bar á góma. Í spjallinu vildu meina að Arnar væri mjög umdeildur og mér varð spurn: Af hverju?

Arnar hefur verið duglegur að setja spurningamerki við hlutina og vilja kryfja þá betur áður en áfram er haldið. Í mínum huga góð vinnubrögð sem auka líkur á betri útkomu en þegar hamast er áfram án umræðu.

Verði menn og konur mjög umdeildar fyrir gott vinnulag þá er ekki vel komið fyrir þjóðfélaginu. Allra síðasta sem við viljum er einróma rödd sem æðir hugsunalaust áfram.

Arnar er kannski ekki allra og ákveðnir hlutir sem vinna á móti honum en að það nægi að setja sig á móti hlutum til að verða umdeildur en afar skrýtin nálgun. Vonandi vegna honum vel og þessir sem þola illa mótbárur vakni til lífsins og sjá að mótbárur ýta oftast undir að betur sér gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband