Það sem má ekki nefna ...

Er frasi sem er orðinn algengur í samtölum fólks í dag. Fólk er hætt að segja hlutina út en fer í kringum þá. Ný lög í Bretlandi sem koma bráðum í ESB og eru á teikniborðinu hér á landi leyfa meginstraumsfjölmiðlum að miðla en allir aðrir geta verið dæmdir fyrir misvísandi upplýsingar (missegðu).

Illa er farið fyrir tjáningafrelsinu í löndum sem gefa sig út fyrir að veita frelsi en hafa smátt og smátt þrengt sífellt meir að almenningi á þessari öld. Stefnan er án efa að fara alla leið og kúga almenning til hlýðni.

Var að horfa á Twin Peaks, 35 ára gamla sjónvarpsþætti, og það sést vel hvað hefur breyst í áranna rás. Mesta breytingin er að fólk talaði saman en í dag talar fólk ekki saman. Þetta eru ekki samtöl í gegnum síma. Raunveruleikinn er sá að símtal í gegnum síma þá er auðveldara að blekkja og með textaboðum þá hefur þú enn meiri möguleika á að blekkja. Snjall textasmiður á sviðið en getur samt verið alvarlega soðinn í samskiptum.

Önnur jákvæðari breyting var spurning dótturinnar um hvort ekki hafi verið áfallateymi á þessum tíma. Svarið var auðvitað nei þú áttir bara að finna út úr þessu svo það er ekki allt neikvæðar breytingar. Gervigreind eða algórithmi er ekki jákvæð breyting því hún fær þig til að fara einsleita leið sem tekur út mennskuna. Það er í raun leið glötunnar.

Í grunninn er samt verið að stefna frelsi okkar í alræðisstjórnun og þá skipta kosningar litllu máli því þeir sem eru kosnir eru bara frontar fyrir hina sem stjórna á bakvið (lesist opinberir starfsmenn sem ekki voru kosnir og/eða fólk með mikla peninga). Ef einhver heldur að það sé einhver stefnubreyting að kjósa Samfylkinguna í næstu kosningu þá ertu alvarlega að blekkja sjálfan þig.

Hvar áttu möguleika á að lifa í frjálsum heimi? Líklega hvergi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Use it or lose it."

Ef fólk sjálf-ritskoðar, þá missir það sja´lkrafa málfrelsið, og það er grunnur allra mannréttinda.

Fólk þarf að passa sig, en það er ljóslega að passa sig á rp0ngum hlutum.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.2.2024 kl. 15:40

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þegar óttinn fær að ráða þá er ekki von á góðu. Enn verra að svokallaðir fjölmiðlar fái leyfi á hvað séu réttar upplýsingar.

Fólk er greinilega að gera þetta rangt.

Rúnar Már Bragason, 4.2.2024 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband