Tölfræðir... græna hagkerfisins

Þetta er ein mesta þvæla sem ég hef heyrt um. Til hvers að halda tölfræði um hvert kolefnisspor innkaupa er? Ætli þeir geri ráð fyrir í þeim nýju kolaverum Kína og Indlands?

Græna hagkerfið er eitt allsherjar fíaskó og þessi frétt undirstrika það svo um munar. Hér er nákvæmleg ekkert verið að gera til að gera vöruna betri eða veita betri þjónustu. Nei það á að hækka kostnað hjá fyrirtækinu sem síðan fer út í verðlag. Óþarfa tölfræði sem hefur engan tilgang.

Sífellt fleiri fréttir eru um óskapnaðinn í kringum græna hagkerfið og hversu mikið er svindlað í því í raun og veru. Þannig er verið að opna kolaver, fleiri stefna á opnun kjarnorkuvera, eldsneyti keypt framhjá kerfinu o.s.frv. Orkuleysið með vindmyllum og sólarsellum sem eru framleiddar í mengandi löndum og vindmyllur sem menga með plastögnum teljast ekki með í græna hagkerfinu.

Eitt allsherjar svindl og þvæla sem skilar engu nema hærra vöruverði.


mbl.is Vinna að þróun lausnar sem greinir kolefnisspor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband