Kostanaðaráætlun við samgöngusáttmálan úr böndunum?

Það virðist allt benda til að kostanaðaráætlun við samgöngusáttmálann sé komin úr böndunu og ekki stendur steinn yfir steini frá upprunalegu áætlun. Að það taki svo langan tíma að birta niðurstöður úr endurmati segir manni að það sé eitthvað verulega gruggugt við planið. Þó það hafi auðvitað verið ljóst frá upphafi.

Þessi sáttmáli var bara léleg vinna og byggði ekki á raunveruleikanum. Leit vel út í kynningu en hafði enga tengingu við kostnað eða annað sem að málinu kom. Að þingmenn hafi hampað þessu sem einhverjum áfanga segir meira um innihaldsleysi þingmanna en raunverruleikann.

Þétting byggðar hefur alltaf verið á röngum forsendum. Það átti að byggja fyrst og síðan að redda samgögnum sem er ekkert annað er fíaskó, algert plat. Alþingismenn og konur létu Reykjavíkurborg plata sig upp úr skónum og Kópavogur fylgdi á eftir. Hafnafjörður gældi við þetta en hefur samt aðeins setið á hliðarlínunni.

Samgöngumálin komast aldrei í horf fyrr en litið er á svæðið sem eina heild og tekið inn bílar sem koma frá Reykjanesi, Suðurlandi og Vesturlandi. Fyrr kemst engin heil brú í það sem er verið að gera. Að halda að 101 (vesturhluti Reykjavíkur) sé einhver miðdepill svæðisins er eins heimskt og það getur verið. Skítt með það að þetta sé kallað miðbær en að þetta sé miðdepill höfuðborgasvæðsins er algerlega út í hött. Enda kemst engin almennileg niðurstaða í málið út af því.

Held að Sigurður kunni ekki að skammast sín en hann hefur skrifað upp á ansi mörg innihaldslaus plögg.


mbl.is Vill skoða bólgu í verði á Fossvogsbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dagur B er höfuðpaurinn að þessu bulli

Skildi Rvík eftir næstum gjaldþrota en sér það ekki, þótt allir aðrir sjáí í gegn um A Og B bullið..

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 9.2.2024 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband