Gervigreind tekur ekki ákvarðanir

Ekki nóg með að fyrirsögnin sé röng þá eru hugmyndir um gervigreind algerlega út í hött í þessari frétt. Gervigreindin lagði einungis upp út frá ákveðnum forsendum en tók ekki ákvörðun. Það voru sjálfir starfsmennirnir sem það gerðu og mátu sem bestu lausnina.

Þetta er alveg í anda allrar umræðu um gervigreind þessi dægrin. Þrátt fyrir að tölvuforrit geti hjálpað okkur að komast hraðar að niðurstöðu þá velur það forrit aldrei niðurstöðuna. Gervigreindin tekur ekki ákvörðun og verði ákvörðun gervigreindar eitthvað misvísandi þá ber fólkið alltaf ábyrgðina.

Delluþvæla er gegnum gangandi í núverandi umhverfi. Menn halda að þeir hafi endurfundið hjólið með gervigreind (lesist betri forritun og vinnsla úr gögnum). Slíkt er alger misskilningur því þegar búið er að nota þetta að vissu marki þá þarf eitthvað meira ef stíga á skref á annað stig. Slíkt stig verður ekki til fyrr en næg orka og ódýr er til staðar. Það eru áratugir ef ekki aldir í slíkt breytingu.

Ekki láta blekkjast af sölumennsku.


mbl.is Gervigreindin tók betri ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband