Velferð og flóttamenn vinna ekki vel saman

Velferð sem byggir á hagvexti gengur illa ef mikið er um flóttamenn. Þetta skilur formaður Samfylkingarinnar enda er hún hagfræðingur. Í stuttu máli er málið þannig að flóttamaður sem er á kostnað skattgreiðenda í 6 mánuði til 2 ár skilar engu til hagkerfisins. Segjum svo að þessi flóttamaður fái síðan vinnu þá líklegast lendir hann í láglaunavinnu, lifir spart og eyðir litlu - skilar enn litlu til hagkerfisins. Því miður er staðreyndin sú að þetta á við meirihluta flóttamanna. Fólk sem er að leita sér betra lífs.

Sé ætlunin að reka öflugt velferðakerfi á Íslandi þá verður hagvöxtur að vera viðvarandi en þegar ríkið stækkar í sífellu og frjálsa hagkerfið minnkar þá minnkar hagvöxtur. Því ríkið skapar ekki tekjur. Nú rugla sumir saman við t.d. ohf fyrirtækin en þau er í ríkiseigu og vinna því bara á rekstargrundvelli en ekki fjárfestingagrundvelli að auka verðmæti.

Til lengri tíma tapar velferðakerfið á fjölgun flóttamann. Burt séð frá því hversu rík við erum í dag. Til lengri tíma koma færri krónur í ríkiskassann og þá þarf einhver að borga reikninginn. Þannig tapar velferðakerfið á stækkun ríkiskerfis.

Formaður samfylkingar er að horfa til framtíðar þegar hún talar um minnka innflutning flóttamanna. Hins vegar er flokkurinn algerlega klofinn í þessum málum og engin vitræn niðurstaða næst fyrir framtíðarkynslóðir.

Skömmin sem nú svífur yfir meðferð á Grindvíkingum sýnir svo ekki verður um villst að velferð og ótakmarkaðir flóttamenn fara ekki saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband