Er gervigreind (AI) áróður?

Sífellt fleiri dæmi komu upp þar sem gervigreind setur sig á stall og upphefur hluti í sögulegu samhengi. Sem dæmi þá taldi gervigreind upp svartar hetjur en gat ekki talið upp hvítar hetjur. Með sama framhaldi þá endar gervigreind eins og wikipedia. Kemur þér af stað en engan veginn hægt að treysta niðurstöðunni.

Gervigreind er auðvitað ekkert annað en það sem er matað í kerfið. Talað er um að geti lært en samt sem áður þá hefurðu ekki meira efni en er fyrir og það túlkar ekki sjálfstætt. Því er alltaf efasemd um að kalla þetta greind. Nær væri að tala um öflugan sýndarveruleika. Vissulega vinnur þetta hratt en á sama tíma kafar þetta ekki djúpt eða túlkar út frá öðru en gögnum.

Sölubrellan um að þetta sé eitthvað nýtt og stórmerkilegt hefur ekki enn sést. Ekkert frekar en bólar á fjórðu iðnbyltingunni. Innantómur veruleiki gervigreindar felst í að selja forrit sem gefur þér niðurstöðu t.d. texta, mynd, lag o.s.frv. Þarna er einungis verið að stytta sér leið.

Sá fésbókar færslu þar sem sýnt var blað sem studdist við gervigreind til að búa til myndir. Sá sem gefur út blaðið er einungis að spara sér kostnað að kaupa ekki ljósmyndir. Þarna er bara verið að næla sér í pening á fljótlegan hátt.

Öll lætin í kringum þetta er einnig frekar gervileg og sýna vel hversu innantómur veruleiki þetta er. Mun þetta bæta líf okkar? Nei menn geta gert hluti hraðar en áður en dýptin í því sem er verið að gera skortir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband