Sýndarlýðræði lýðveldisins (og verkalýðsforustunnar)

Að halda að Ísland búi við lýðræði á þessum tímum er frekar hjákátlegt. Segja má að nafninu til sé það rétt en þegar kafað er ofan í allar aðgerðir og ákvarðanir þá situr ansi fátt eftir.

Byrjum á orkupakka 3. Þá kom sýnileg andstaða við innleiðingu pakkans. Framan af þögðu flestir þingmenn en þegar ekki var lengur við komið þá komu einhverjar hrútaskýringar um að þetta væri nú ekkert valdaafsal. Hið rétta hefur auðvitað komið í ljós að þetta var valdaafsal sem gefur leyfi á t.d. óskapnaðinn vindmyllur.

Annað dæmi er hroðinn í boði Þórdísar um kröfu ríkisins að taka eyjar og sker til sín. Hún reynir að fela sig á bakvið nefnd sem með réttu endursendir beint aftur til þess sem kom málinu af stað. Svo skýrt dæmi um hvernig þingmenn og ráðherrar vinna í dag. Skýla sig á bakvið nefndir eða embættismenn og þykjast ekkert með ákvörðun að hafa.

Þriðja dæmið má rekja til Samfylkingarinnar sem valdi sér formann með örfáum atkvæðum. Hún vinnur þannig að setja fram mál í fjölmiðlum og biður þannig um samþykki eða neitun. Setti fram skoðun, sem reyndar er almenn, að ekki sé hægt að taka við svona mörgum flóttamönnum. Henni var kurteisislega svarað með því að kannski væri það rétt en líklegast nei.

Það þarf voða lítið að ræða borgarlínu og þann skandall. Almenningur skal ekki ráða för.

Svona vel virkar lýðræðið hjá öllum flokkum á alþingi. Almenningur er alls ekki spurður. Verkalýðsforustannar. Þeir sitja nú í karphúsinu í nafni launþega og vinna að kjarasamningum. Samningum sem enginn launamaður var spurður um hvernig skyldi framkvæmd heldur ákvað forustan hvað væri viðeigandi að tala um. Svo fara menn í sólóleik, eins og formaður VR, og neita að taka frekari þátt því þeir fengu ekki að ráða. Halda fund með örfáum já mönnum og segja að allir hafi verið sammála (þe. formanninum).

Því miður er sýndarlýðræðið algilt nú um stundir og hefur farið mjög versandi á þessari öld. Stigmagnandi gangur að einræði er að gerast á vesturlöndum. Sem þó fær mann til að hugsa hvort þetta hafi verið gegnum gangandi í gegnum tíðina en með tilkomu internetsins þá hafi opnast dyr sem sýni þetta betur. Fjölmiðlar hafa ekki lokaðan aðgang að segja okkur hvað sé að gerast. Líklegast er lýðræðið ekki til, þe. að almenningur ráði för, en að segja að Pútín sé svo vondur miðað við vestræna leiðtoga er frekar mikil einföldun.

Lag sem segir allt um þetta og kannski ætti að endurreisa slíka útvarpsstöð fyrir vesturlönd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband