Matarsóandi verkalýðsforusta

Þrátt fyrir að alast upp í skólakerfi þar sem enginn matur var á boðstólnum þá komst maður í gegnum það. Nú hef ég alið upp tvö börn þar sem skólamatur var á boðstólnum. Út frá þeirri reynslu (og heyrt af fleirum) þá vilja þau alls ekki matinn alla daga. Ef hins vegar á að vera með mat fyrir alla (og líka þá sem ekki vilja) þá er verið að henda fullt af mat.

Það heitir matarsóun og er auðvitað algerlega í andstöðu við hreinna umhverfi eða betri nýtingu á mat.

Krafan er fráleit og ætti að stroka hana út af borðinu. Þetta skilar örfáum einhverju en fyrir meginhlutann þá skiptir þetta litlu máli. Gætu frekar sett inn að tekjur undir ákveðnu marki á heimili fái börnin fría máltíð.

Annað er tóm tjara!


mbl.is Ávinningur af fríum mat í skólum muni skila sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Rúnar.

Ég er þér nokkuð sammála, en vil þó skerpa á, því sérstaklega á þessum síðustu og verstu tímum, þá er einfaldlega ekki hægt fyrir skóla-eldhúsin að matreiða svo öllum líki, þannig að lang eðlilegast væri að börnin taki með sér nesti að heiman, líkt og við gerðum með ýmsum árangri hér áður fyrr, en síðan væri auðvitað glæsilegt ef skólarnir byðu upp á ávexti og mögulega hafragraut fyrir þá sem það vildu, eða hreinlega þyrftu.

Jónatan Karlsson, 6.3.2024 kl. 06:54

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Tek undir með þér Jónatan að hafragrautur og ávextir væri mun skynsamlegra en að horfa í máltíðina.

Rúnar Már Bragason, 6.3.2024 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband