Af hverju semja verkalýðsfélögin ekki um lægri skatta?

Ef verkalýðsfélögunum væri svona annt um launamenn þá ættu þau fyrst og fremst að semja um lægri skatta. Með því að semja um fríar skólamáltíðir er verið að umbuna litlu hluta sem kemur sér vel.

Svona til að einfalda dæmið má segja að kannski helmingur foreldra með börn á skólaaldri finnst þeim fá eitthvað út úr fríium máltíðum. Hinum helmingnum skiptir það engu máli. Ræddi í síðasta bloggi um matarsóunina þannig að þarna er verið eyða skattfé sem betur væri nýtt í eitthvað annað.

Hins vegar hef ég aldrei heyrt eða séð verkalýðsforustuna tala um að lækka skatta. Hvernig má það vera að launamaðurinn sem hefur lág laun t.d. útborgar 350 þús á mánuði hagnist ekki meira af 1% lækkun skatta heldur en launamaður með miljón á mánuði. Hlutfallslega hagnast láglaunamaðurinn meira á lækkun skatta en sósíalistarnir sjá hlutina ekki í því samhengi. Horfa bara á krónutöluna og amast yfir því að hinn launahærri fái meira í vasann. Soddans kjánar.

Sósíalistarnir í verkalýðsfélögunum vilja ekki ljá því máls né heyra á það minnst. Því miður er ég í VR þar sem Ragnar sóló puðast áfram að láta vita að hann sé til. Hefur afskaplega lítið viturlegt til málanna að leggja en þeim mun ánægðari þegar hann kemst í fréttaskot.

Öll þessi ár sem ég hef borgað í verkalýðsfélag hefur það einu skilað ef ég sæki styrki en þeir mega samt ekki vera of háir fyrir skattakrumluna. Þeim dettur ekki einu sinni í hug að semja um þessa styrki að þeir séu skattfrjálsir. Hef meira segja verið trúnaðarmaður sem aðallega fólst í að segja já og amen við því sem forustan ákvað.

Þvílíkt bull að neyða mann að vera í verkalýðsfélagi.


mbl.is Langtímasamningur á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svarið er hér: "Sósíalistarnir í verkalýðsfélögunum..."

Ekkert er tio utan ríkisins fyrir þessu fólki.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2024 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband