Kvikmyndin Poor Things sýnir hugmyndafræði öfga femisisma í hnotskurn

Í stuttu máli þannig:

Karlmenn er vilja stjórna konum og hafa öll völd. Hugsa um eitt að fanga konur, nýta þær til kynlífs og leika sér eins og þeir vilja. Konur eru kúgaðar og eiga að sinna körlum. Hins vegar eru konur klárar því þær taka þekkingu skref fyrir skref meðan karlar læra ekki af reynslunni.

Aðalleikkonan átti óskarinn vel skilið en í heildina er þetta rétt miðlungsmynd. Get ekki gert upp við mig hvort þetta sé verið að gagnrýna eða með frásögn af öfga feminisma. Gaman samt að sjá áhrif frá Wes Andersson með litadýrð í bakgrunni.

Kvimyndina er þess virði að sjá fyrir vel unnin verk leikara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hvort sem maður er sammála boðskapnum í bókinni "Gleði Guðs" eftir Auði Eir Vilhjálmsdóttur frá 2004 má ýmislegt læra af henni. Auður Eir er eldklár kona, og þarna boðar hún þolinmóða byltingu, að konur bíði síns tíma og skipuleggi hernað sinn samtaka og í leyni hvort tveggja, sem þær hafa gert. Femínismahreyfingin er þaulskipulögð og skipulagðari en önnur hryðjuverkasamtök með yfirvarp réttlætisins á sér.

Auk þess er þetta alþjóðleg hreyfing femínista.

Til að karlar nái vopnum sínum aftur þarf samskonar karlréttindahreyfingu - eða endurreisnarhreyfingu. Ég hef nú komizt að því að konur eru ekki endilega klárari en karlar einar og sér, en þær eru einsog maurar og vinna vel saman. Karlar eru einstaklingshyggjumenn frekar og það er okkar veikleiki einnig.

En þetta að karlar séu að veiða konur sem leikföng á djamminu, það er talsvert liðin tíð. Nú eru öll kyn að veiða öll möguleg og ómöguleg kyn - eða láta veiða sig.

Hollywood er svo mikið í klisjunum og það eru femínistar líka. Þær byggja drottnun sína í nútímanum á klisjum um veruleika sem var.

Eins og Kolla í Kiljunni sagði (innihaldslega): Bækur sem fá viðurkenningu og fara sigurför um heiminn eru yfirleitt hundleiðinlegar og algjör drasl bókmenntafræðilega.

En karlar læra ekki nóg af reynslunni. Öfgafemínisma þarf að svara þannig að jafnvægi komist aftur á, sem (öfga)femínistar vilja ekki.

Ingólfur Sigurðsson, 22.3.2024 kl. 00:03

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sammála þér, og það kom fram í myndinni, "... veruleiki sem var."

Vildi ekki tala um endi myndarinnar en þar kemur augljóslega fram að öfga feminisminn sættir sig ekki við annað en yfirráð.

Þannig að viljum við jafnræði kynja þá þarf eitthvað annað að koma til.

Rúnar Már Bragason, 22.3.2024 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband