7.5.2024 | 15:18
Áreiðanleiki skoðannakannanna er afar lítill
Þetta er ekki fullyrðing út í loftið því mjög auðvelt er að sýna fram á hversu óáreiðanlegar þær eru. Þess fyrir utan þá segja skoðannakannanir í mesta lagi hvað er að gerast á stað og stund. Könnun sem tekin er yfir heilan mánuð nær þannig ekki stað og stund því tímabilið er of langt.
Stærsta sýnin á að kannanir standist ekki eru mælingar á fylgi flokka. Hver man ekki eftir þegar Framsókn mældist með hátt í 30% fylgi á miðju kjörtímabili. Hvað gerðist síðan? Flokkurinn endaði ekki einu sinni stærsti flokkurinn eftir kosningar. Vitið til það sama mun gerast með Samfylkinguna.
Höldum áfram með áreiðanleika. Það er vitað að könnun þarf að innihalda einfaldar og skýrar spurningar (mega þó ekki vera leiðandi). Þetta þýðir að aukist flækjustigið þá eru meiri líkur á að fólk svari bara einhverju. Oft þegar spurt er um fylgi stjórnmála flokka þá er það í enda á könnunum þegar verið að spyrja um allt annað. Efast má um að athygli fólks sé enn í lagi og sé mest upptekið að klára könnunina.
Eftir að kannanir fóru á netið þá má einnig efast um athyglina því þetta er bara rennsli þar sem allt annað getur tekið athygli þína frá þessu. Hversu margir fara til baka ef þeir svöruðu of fljótt?
Megin þema kannanna hefur aldrei verið annað en að gefa vísbendingu um ákveðið málefni t.d. fylgi flokka. Þegar t.d. Mogginn ákveður að styðjast einungis við 6 efst í könnunum þá skjóta þeir sig algerlega í fótinn því 6 efstu gætu orðið allt aðrir eftir hálfan mánuð.
Það eru nefnilega fjölmiðlarnir sem ætla að leiða með könnunum. Birta margar og slá upp ákveðnu fólki. Því miður ekki lýðræðislegt og engin leið að skýla sig á bakvið fjölda frambjóðenda. Sýnir miklu frekar að fjölmiðlar hér á landi hafa ansi lítið fram að færa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.