Þýðing á The Simpsons kvikmyndinni

Fór í dag á kvikmyndina The Simpsons (sjá umfjöllun hér) með dætrum mínum með íslensku tali. Satt að segja var ég hálf efins um þetta en lét það samt ekki aftra mér. Í heildina má segja að talsetningin hafi tekist mjög vel en rödd Marge er samt ekki nógu góð. Hún næst ekki nógu vel en hins vegar tekst mjög vel upp með rödd Lísu. Ekki ætla ég að dæma um þýðinguna þar sem ég hef ekki séð myndina á ensku en samt hló ég ekki af neinum talbrandara sem gæti þýtt að eitthvað hafi brandararnir misst marks í þýðingunni.

Um kvöldið sá ég síðan þátt með The Simpsons í sjónvarpinu með íslensku tali. Það truflaði mig ekkert sérstaklega þá og líklega orðinn vanur talsetningunni. Það verður samt gaman að bera saman þáttinn með ensku tali í næstu viku og sjá til hvernig til tókst við þýðinguna. 

Mæli samt með að fara með börnin á myndina með íslensku tali. Þau skemmtu sér mjög vel og voru mjög sátt við að heyra í gulu fjölskyldunni á íslensku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband