Aðeins meira um þýðinguna á The Simpsons kvikmyndinni

Verð aðeins að fjalla um þýðinguna á The Simpsons. Í dag fór ég á myndina með ensku tali og bar saman við þá íslensku (sem ég sá fyrir 2 dögum með börnum mínum). Það kom í ljós að nokkrir brandarar höfðu alveg farið á mis í þýðingunni. Kaldhæðnin og orðaleikirnir náðust engan veginn í íslensku útgáfunni í flestum tilvikum.  Ég hló miklu meira í dag en þegar ég sá myndina með íslensku tali.

Það sem kom mest á óvart að þegar fjölskyldan er að flýja æstan múginn þá misstu þýddir brandarar alveg marks en á öðrum stöðum tókst að þýða brandarana. Ekki myndi ég treysta mér að þýða þessa mynd þar sem kaldhæðnin er slík og orðaleikirnir snúnir að í þýðingu missir það marks. Textaþýðingin náði ekki einu sinni að gera þá fyndna. Samt sem áður tel ég að á margan hátt var talsetningin vel gerð en þetta var bara of stórt verkefni til að ganga almennilega upp. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband