2.8.2007 | 01:03
... og hvað kemur mér það við
Hef aldrei skilið þessa löngun að vita hvað aðrið eru með í laun og þá sérstaklega forstjórar. Það er gott mál að Hreiðari gangi vel og megi honum auðnast það áfram. Hvort hann sé með ævitekjur mínar á mánuði skiptir mig engu máli, ég er ekkert bættari með það.
Til að sjá hitt sjónarhornið þá væri frekar að stefna að fá slík laun en sé ekki alveg fyrir mér hvað ég ætti að gera við alla þessa peninga. Kannski gefið eitthvað af þeim og láta gott af mér leiða eða nýta þá í fjárfestingar og eignast meiri pening. Sé samt ekki að persónuleg eyðsla væri svo mikil að ég þyrfti á slíkum launum að halda en hvað um það. Ég er með xxxxxxx laun og þar sem þau eru ekki nógu há fær enginn nema ég og vinnuveitandinn minn að vita um þau. Hvað ætli Hreiðari finnist um það?
Hreiðar Már með hæstu tekjurnar samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skil ekki alveg hvað þú ert að fara. Þessi listar eru reiknaðir út frá skatttekjum og segja ekkert til um hvað Hreiðar hefur í laun hjá Kaupþingi. Fyrir utan það þá þekki ég mjög vel að lækka í launum og hvaða áhrif það hefur. Hins vegar breytir það engu að mér koma laun annarra ekkert við og sé ekki að það bæti ábyrgð gagnvart öðru fólki eða samfélagslegu að útlista laun eftir skatttekjum, þar sem meirihluti launanna getur komið eftir öðrum leiðum en í launaumslagi frá fyrirtæki. Þetta er hnýsni sem engum kemur við. Að jafna laun t.d. kynjanna fæst ekki með því að birta svona lista.
Rúnar Már Bragason, 2.8.2007 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.