13.9.2007 | 00:12
Krataplott
Það er mikill gjörningur að fylgjast með Samfylkingunni. Frá því að vera stofnaður sem sameiningartákn vinstri manna í að fara góðan hægri snú, yfir til vinstri og enda sem krataflokkur.
Það er engin launung að Samfylkingin er orðin nákvæmlega eins og Alþýðuflokkurinn gamli. Þegar hlustað er á viðskiptaráðherra þá sönglar ESB aðild og Evru upptaka í öðru hvoru orði (svipað og hjá Alþýðuflokknum nema það hét EES). Utanríkisráðherra fremur gjörning sem engur skilur til hvers nema að friða nokkrar hvítar dúfur í Vesturbænum. Samgönguráðherra kemur algerlega af fjöllum og bendir á alla aðra en sig til að þurfa ekki að taka ábyrgð. Félagsmálaráðherra fær að láta heyra í sér hvað hún er sköruleg og umhverfisráðherra er þarna eitthvers staðar. Loks er verkalýðshreyfingin notuð til að mótmæla erlenda vinnuaflinu, umhverfisspjöllum og fleiru.
Plottið er sem sagt að stofna vinstri sameinaðan félagshyggju flokk, vera langt til hægri en þykjast vera vinstra megin. Taka ekki ábyrgð heldur benda á aðra og umfram allt að hygla vinum sínum. Og viti menn plottið gekk upp. Mín skoðun er samt sú að þessi flokkur fer sömu leið og forverinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.