Af hverju ég versla plötur og bækur á netinu

Sú staðreynd að hægt er að nálgast flestar bækur og plötur hér á landi fær mig ekki til að fara í þessar búðir. Í gamla daga fór ég í plötubúðir til að heyra hvað væri markverðast í dag og mest spenanndi. Fletta plötunum og fara spenntur heim að hlusta á herlegheitin. 

Í dag er ekki sama tilfinning að koma inn í plötubúð. Ég verð alltaf jafn villtur þegar ég stíg inn í Skífuna og finn ekki neitt. Hreinlega veit ekki að hverju ég er að leita. Hef reyndar ekki komið inn í 12 tóna en kannsi þeir gætu rifjað upp þessa gömlu tilfinningu. Svipaða sögu er að segja um bókabúðir og þá staðreynd að erfitt að henda reiður á það sem vekur áhuga manns.

Því finnst mér best að versla á netinu. Ég get fengið tóndæmi og ákveðið mig út frá því, auk þess að ganga beint að efninu. Sama á við um bækur en sjái ég áhugaverða bók. Geri ég leit og get aflað mér upplýsinga hvort hún henti mér.

Tilmæli mín eru því að plötu- og bókaverslanir ættu að auðvelda viðskiptavinum upplýsingum að efninu á staðnum. Svipað og bókasöfn hafa gert með Gegni. Kannski það yrði til að auka sölu í þessum verslunum. Mín trú er samt sú að plötuverslanir munu sinna sífellt meir leikja- og kvikmyndaframleiðslu en bókin mun halda velli og hagur slíkra verlanna aukast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Ég man þegar maður fékk að hlusta á plötur með heyrnartól í bás   

Kolgrima, 18.9.2007 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband