Hvernig eigum við að aga okkur

Las viðtal við markmann KR-inga þar sem annars var komið inn á aga. Hann hafði fengið leyfi til að æfa með Bayern Munchen og í hroka sínum fannst honum ekki þurfa að borða morgunmat með öðrum liðsfélögum. Með tíð og tíma áttaði hann sig á þessum aga og hvers vegna þetta var gert. 

Því miður er alltof algengt að aginn á Íslandi jaðrar við frostmark. Vissulega erum við öll sek um agaleysi en okkar eigið agaleysi kemur niður á okkur en ekki öðrum (of mikið sjónvarpsgláp sem dæmi). Agaleysi sem kemur niður á öðrum er því miður of algengt á Íslandi. Hver kannast ekki við að vera í röð (eða hnapp) fyrir framan afgreiðslu í sjoppu og eitthver sem kom inn á eftir þér ryðst fram og fær afgreiðslu.

Þetta er líka ansi algengt í umferðinni. Það má beygja á einni akrein en önnur heldur áfram. Þá heldur eitthver áfram og bíður svo fremst til að geta beygt. Til þess eins að hinir fyrir aftan verða enn seinni en ella. Á líka við um raðir á hringveginum þegar eitthverjir reyna sífellt að fara fram úr og hægja á öllum hinum.

Svona dæmi um tillitsleysi er í raun agaleysi einstaklingana. Þeir sjá ekki heildarmyndina fyrir eigin hagsmunum. Sem betur fer er meginþorri landsmanna tilitssamari en vert væri að spyrja okkur öll - hvar getum við agað okkur betur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband