Þarf virkilega allt þetta til að hlustað sé á íbúana

Það er fagnaðarefni að komið sé á móts við óskir íbúa á svæðinu en hins vegar verður að segja - þarf allt þetta til þess. Af hverju er skipulag ekki betur kynnt á meðal íbúanna áður en það fer í lokameðferð í stjórnkerfinu? Í laugardagsblaði Morgunblaðsins var heilsíðuauglýsing þar sem auglýstar voru lóðir í nýju hverfi við Guðmundarlund.

Þetta skipulag hefur ekki farið í almenna kynningu og úthluta á lóðum áður en búið er að ganga frá athugasemdum varðandi skipulagið. Mér finnst þetta röng vinnubrögð og verið að bjóða upp á árekstra eins og áttu sér stað á Kársnesinu. Hvað þarf eiginlega til að menn breyti vinnuferlinu í þessum málum?

Hef litla trú á að þetta breyti eitthverju í vinnuferli í skipulagsmálum í Kópavogi en satt að segja virðast þau vera í frekar einstrengislegum gír. 


mbl.is Mótmæli íbúa báru árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Breytingum á Kársnesinu eftir svokölluðu rammaskipulagi var skipt upp í 10 reiti svo auglýsir Kópavogur eftir athugasemdum við þá einn í einu og segir alltaf "þetta er nú ekki neitt neitt" um hvern áfanga. Nú var bara verið að fjalla um einn einasta áfanga sem vissulega snérist um stækkun landfyllingar á hafnarplaninu sem þegar er orðin alltaf stór og skipulagasstjóri ríkisins hefur gert alvarlegar athugsemdir við - eftir sem áður aðeins 1 reitur af 10. Þó Gunnar segi að hann ætli ekki að stækka landfyllinguna meira á þeim stað og að skipuleggja atvinuhúsnæðið sem þar á eftir að rísa sem annarskonar atvinnu og þjónusuthúsnæði en hafnsækin þá er mjög skrítið ef forystumenn Betri byggðar á Kársnesi telji sig hafa umboð til að leggja árar í bát við þá minniháttar breytingu og lýsa yfir sigri í málinu. Eftir sem áður er óbreytt öll íbúaaukningin, veruleg aukning atvinnustarfsemi (heitir bara  en hafnarstarfsemi) og tilheyrandi umferðaraukning, álag á innviði og skóla og strandlengjan eyðilögð þar sem hún nú er ósnortin, mengn og grundvallar eðlisbreyting á Kársnesinu með því að meginþungi allrar umfeðrar er tekinn alla leið á enda nessins í stað þess að kvíslast út í húsagötur á leiðinni þangað, og blokkir byggðar í förunni og fyrir sjávarsýn þeirra sem búa þar fyrir. - Til lítils barist ef þetta er sigur.

Helgi Jóhann Hauksson, 16.9.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband