Vanmetnustu hljómsveitirnar

Sá blog um daginn þar sem skoðana könnun var gerð á ofmetnustu hljómsveitinni. Oasis vann það léttilega og áttu fyllilega skilið. Vanmetnasta hljómsveitin er allt annað mál og minna hugað að. 

Fyrsta hljómsveitin sem kemur upp í hugann er Velvet Underground sem  sló ekki í gegn fyrir en hún var hætt störfum og hafði gríðarleg áhrif á rokkið. Big star er annað nafn sem kemur líka upp í hugann. Ef við færum okkur nær í tíma þá kemur The Pastels upp í hugann, Big Black líka og á síðasta áratug má nefna Beta Band.

 Í mínum huga hefur The Pastels þó vinningin. Hljómsveit sem starfaði á  9unda áratugnum og náði aldrei almennum vinsældum. Hafði þó gríðarleg áhrif á hljómsveit eins og The Jesus & Marychain og fleiri.  Frábær hljómsveit sem því miður allt of fáir heyrðu en þeir sem heyrðu féllu í stafi. Til að mynda þá heyrðum við fjórir félagarnir í The Pastels á Hróarskelduhátíðinni 1989 og hrifumst svo mikið að við lögðum á okkur langan göngutúr í Kaupmannahöfn á mánudeginum eftir helgina bara til þess að kaupa plötu með hljómsveitinni. Engir smá tónleikar það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband