Þögn er málið

Í mörgu er þögnin eitt mikilvægasta tækið sem til er. Í tónlist og ræðu hefur þögnin mjög mikilvægu hlutverki að gegna til að skapa áherslu og veita innblástur. Samt sem áður virðist fara sífellt minna fyrir þögninni, bæði í ræðu og í tónlist. Það er eins og þögnin sé hættuleg.

 Staðreyndin er sú að þögnin er mjög mikilvæg og gefur hlutunum mun meira gildi. Hver kannast ekki við að vera úti í náttúrunni og heyra ekki neitt í algeru logni, að þá er eins og tíminn standi í stað. Eitthverra hluta vegna virðist fjölmiðlafólk ekki hafa neinn skilning á þessu og nota í sífellu bakgrunnstónlist eða innskot sem virðast koma frá fjandanum. Sama má segja um auglýsingar og markaðsmál að fáir þora að nota þögnina. Nema þegar steikja á viðmælandann að þá er spurningunni fleytt fram, spyrjandinn hallar sér fram (verður oft brúnaþyngri) og þegir meðan beðið er eftir svari.

Bestu lögin, bestu atriðin í kvikmyndum, bestu viðtölin, bestu ræðurnar o.s.frv. innihalda þagnir og mikið af þeim. Þær koma með réttu áhersluna og hjálpa okkur að skilja betur hlutinn.

 Meiri þögn takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband