11.10.2007 | 17:02
Hvert ætlar Björn Ingi að hlaupa næst?
Þetta er alveg ótrúleg atburðarrás. Fyrst byrjar fyrrverandi meirihluti að hlaupa algerlega á sig og ganga frá samruna án þess að viðra það við nokkurn mann og síðan hleypur samstarfsflokkurinn úr meirihluti vegna ágreinings og reiði almennings.
Það eina sem kemur upp í huga minn er: Hvert ætlar Björn Ingi að hlaupa ef þessi meirihluti lendir í ágreiningi? Aftur til Sjálfstæðismanna?
Spái því að þetta verði stutt samstarf og hrynji jafnfljótt og það varð til.
Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.