Sigrar lýðræðið?

Í ljósi atburða í vikunni hlýtur sú spurning að vakna hvort lýðræðið sigarar. Uppi eru alls konar ásakanir um bitlinga og skrýtin vinnubrögð en engin tekinn til ábyrgðar.

Nýji meirihlutinn í Reykjavík, sem telur sig geta hafið störf án þess að hafa neitt að leiðarljósi, talar ekkert um fyrri meint afglöp Björn Inga sem þó var allra manna verstur (ekki síðar en í þessari viku). Sjálfstæðismenn ásaka Björn Inga um óheilindi en virðast varla sjálfir geta staðið heilir frá borði. Dagur er varla svo heill að hann geti tjáð sig án þess að verða málpípa auðmanna. Svanhvít skítur á Sjálfstæðismenn en talar ekkert um hvað skuli gera og hvort ekkert sé skrýtið við nýjan meirihluta. Björn Ingi reynir að hvítþvo sig með upplýsingum um meinta tilraun Sjálfstæðismanna í þreifingum. Margrét Sverris hlær bara og fagnar feitara launaumslagi.

Sem sagt allsherjar skrumskæling á lýðræði og samansafn af framapoturum. Hér er alger skrumskæling á lýðræðinu og skiptir engu máli hvaða flokkur eða borgarstjórnarfulltrúi á í hlut. Alir hafa þeir misnotað aðstöðu sína á einn eða annan hátt og ættu að líta í eigin barm sem fyrst. Læra af þessu og koma fram af heilindum og borgarbúum til heilla.

Að lokum hef ég ekki annað að segja en spái að meirihlutinn springi áður en málefnasamningurinn verður kynntur (ef hann verður aldrei kynntur þá ráða málamiðlanir ferðinni og borgarbúar borga brúsann í sinnuleysinu meðan framapotararnir njóta embættistitlanna). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband