16.10.2007 | 00:05
Á bjargi byggi ég hús
Ekki það að ég byggi mitt hús á sandi en klöppin var reyndar of neðalega svo það þurfti púða (kodda eftir því sem konan segir).
Þessi skrif er þó ekki um það. Heldur hinn nýja meirihluta þarna hinu megin við lækinn sem virðist byggjast ansi mikið á sandi. Vaðið að stað um fyrirheit að gera eitthvað og vinna saman án þess að ræða, þó ekki nema, oggulítið saman. Enda koma nú í ljós andstæðurnar sem flokkarnir standa frammi fyrir og hvort stóru orðin þurfa að fara ofan í skúffu bara til þess að láta þetta ganga upp.
Já það á að byggja hús á bjargi svo rigningin skoli því ekki í burtu. Er þessi meirihluti byggður á bjargi? Ekki að mínu áliti en hvað finnst þér?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.