Tepruskapur og neikvæðar fréttir

Það var góð grein hjá Ásgeiri H. Ingólfssyni með fyrirsögninni: Að höggva mann og konu (Morgunblaðið, laugardaginn 27. október 2007). Þar fjallar hann um tepruskapinn þegar birt var þýðing í Lesbók Morgunblaðsins og nefnd voru kynfæri karls og konu. Tilfinningalegt samband sem báðir aðilar voru að njóta. Eitthver fann að þessu og vildi láta reka ritstjóra Lesbókarinnar. Ásgeir spyr í framhaldi af því hvers vegna má ekki fjalla um kynlíf eins og fjallað er um stríð? Að höggva mann og annan á að vera svo rómantískt og mikilfenglegt. En þegar hugsað er til verknaðsins þá er þetta í raun hreinn viðbjóður. Hins vegar má ekki fjalla um tilfinningalegan unað milli tveggja manneskja. Sérstaklega ekki þegar nefnd eru kynfærin og unaðar í kringum það.

Þessi góða grein minnti mig á það þegar sjónvarpasþátturinn Biggest loser byrjaði á Skjá 1. Það var hver greinin á eftir annarri sem rakkaði þáttinn niður. Ekkert var skemmtilegt við þetta að sjá of feitt fólk koma saman og grenna sig. Enginn hafði orð á því að þessi keppni gerði keppendum gott og allir juku þeir sjálfstraust sitt. Eftir þátttöku í þáttunum héldu allir áfram að gera hluti sem breyttu lífi þeirra sem viðhélt betri sjálfsmynd og auknu sjálfstrausti. Þessi sömu greinaskrifarar hylltu hins vegar upp til skýjanna þátt eins og Survivor sem gengur út á keppni milli þátttakenda og mikið gert í því að koma upp ágreiningi milli þeirra. Enda virðast margir þátttakandur þar fara illa út úr þátttökunni og koma til baka með verra sjálfstraust og lélega sjálfsmynd.

Það sem ég fagna við þessa grein er sú staðreynd hversu lítið við hyllum efni sem gengur út á gleði, tilfinningaunað, sjálfstraust, vináttu eða annað þar sem gott er á milli fólks. Á sama hátt hyllum við upp til skýjanna allt það neikvæða, hræðilega, sem minnkar sjálfstraust, eyðileggur sjálfsmynd, slítur vináttu eða annað sem skilur manneskjur eftir í sárum sínum. Það verður spennandi að sjá hvað fólk segir við þáttunum How to look good naked en þeir ganga einmitt út á að efla sjálfstraust hjá þátttakendum.

Ég vil gleði, unað, tilfinningar og annað sem eflir sjálfstraust og vitund mína. Þess vegna óska ég eftir fleiri greinum eins og hans Ásgeirs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband