Eftirminnanleg myndbönd

Sigurrós eru þessa dagana að sýna heimildarmydina Heima sem að sögn þeirra sem séð hafa alveg stórkostleg. Ég er viss um það en þegar ég horfi á brot úr myndinni þá get ég litið annað sagt en: Fallegt en ég fæ ekkert kikk.

Þegar ég horfi á gott myndband með lagi þá kemur ákveðið kikk og lagið verður enn eftirminnanlegra. Ég man t.d. eftir að hafa horft á Kraftwerk lagið The Model sem unglingur. Féll strax fyrir laginu og myndbandið var flott. Ég man líka eftir myndbandinu við HIgh Votage lagið (man ekki hljómsveitina) en það var algert kikk að horfa á en lagið var samt frekar lélegt.

Í dag eru myndbönd öll komin á netið og oft gaman að sjá gömlu myndböndin sem maður horfði á í gamla daga eins og Stand and Deliver með Adam & The Ants, Swords of thousand Man með Tempone Tudor og fleiri. Þá voru myndbönd líka sjaldséðari og oft minnisverðari. Hver man ekki eftir Don't Give Up með Peter Gabriel þar sem hann og Kate Bush faðmast allt lagið og snúast í hring. Sledgehammer með Peter Gabriel sem þá var dýrasta myndband sögunnar. Micheal Jackson bætti svo um betur með Thriller í kostnaði en það var heil saga og 15 mínútna langt.

Samt eru ódýr myndbönd líka skemmtileg eins og W.F.L. með Happy Mondays en þar eru dansandi krakkar á Hacienda (hljómsveitin mætti ekki og söngvarinn settur inn eftir á, kom samt órtúlega flott út). Lazy Itis með Happy Mondays og Karl Wellinger að spila fótbolta í grenjandi rigningu og innan girðingar. Turn You Inside Out með R.E.M. (sem reyndar lítur ekki eins vel út í dag) en var ótrúlega flott á sínum tíma. Fairytale of New York með The Pogues en þar kemur Matt Dillon fyrir. Það ótrúlegasta er að hljómsveitin The Smiths sem amaðist alltaf yfir að myndbönd væru svo gerfileg að þeir gerðu sjálfir alveg ótrúlega slöpp myndbönd. Hefðu mátt læra margt af The Stone Roses laginu Fool's Gold en það er enn í dag alveg ótrúlega kúl og flott myndband að horfa á þá ganga í eyðurmerkunni. Passar alveg við lagið og gerir það ljóslifandi fyrir manni.

Sigurrós hefur gert rosalega flott myndbönd en fyrir mig vantar kikkið sem flest hinna upptöldu hafa gert. Það væri bara óskandi að MTV og VH1 tækju aftur upp á því að sýna myndbönd þar sem gaman er hafa þetta í gangi þótt ekki sé horft nema með öðru auganu.

Gaman væri að fá skoðun á góðum myndböndum sem þú mannst eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband