Var þetta nýja sem Hreiðar lofaði 2004

Áður en Kaupþing byrjaði á íbúðalánunum þá lofaði Hreiðar að þeir myndu koma með nýjungar inn á markaðinn. Þeir byrjuðu með látum á íbúðalánunum og hinir fylgdu á eftir. Síðan hafa vextirnir hækkað og hækkað og hinir fylgt á eftir. Það eina sem eftir situr í huga mínum er: Hvar er þessi rosalega nýjung sem Hreiðar lofaði? Var það að koma íbúðalánunum til bankanna? Var það að hækka sífellt verðskránna og gera ómögulegt að fylgjast með hvar er ódýrast að eiga bankaviðskipti? Var það að vera leiðandi á markaðinum og láta hina elta sig í vitleysunni?

Held að hann hafi átt við hið síðasta og því auglýsi ég í snatri eftir samkeppni á bankamarkaðinn en eitt er víst að ég mun skoða vel áður en ég tek lán hjá Kaupþingi. 


mbl.is Afborganir lánsins hækka um þriðjung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband