Hvernig er hægt að reka fyrirtæki með tapi ár eftir ár?

Nú þegar samdráttur er í aflaheimildum í sjávarútvegi er hver fiskvinnslan af annarri að leggja upp laupana. Decode kom með stormi inn í íslenskt samfélag seint á síðustu öld og allir kepptust við að lofa og dá en samt rekin með tapi. Nú tæpum áratug síðar er þessi dásemd enn rekin með tapi. Hver borgar brúsann? Ekki gæti ég rekið fyrirtæki svona ár eftir ár með tapi og fengi samviskubit að sækja peninga til fjárfesta án þess að skila þeim arði til baka.

Fiskvinnslur í landinu finnst þeim ekki geta verið með taprekstur og flestum fyrirtæki sjá ekki hag í því. Ég man eftir öðru fyrirtæki (sem reyndar er hætt) Oz en það var alltaf rekið með tapi. Endalaust leitað á náðir fjárfesta með framtíðargróða í huga. Skatturinn amast út í fyrirtæki ef endurgreiða á virðisaukaskatt. Sér skatturinn ekkert að þessu sífellda tapi ár eftir ár? 

Er ekki kominn tími á að skila því sem fjárfestum er lofað?


mbl.is Tap deCODE 24,2 milljónir dala á þriðja ársfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

 

Ef þú líkur því að lesa greinina þá kemur í ljós að nægir peningar eru til, til að tapa enn um sinn.

Snorri Hansson, 6.11.2007 kl. 03:06

2 identicon

Í fyrsta lagi er Oz ekki hætt heldur er það flutt úr landi og starfar þar, m.a. með Íslendinga innanborðs http://www.oz.com/index.php/section/board-of-directors/

Í öðru lagi, hvernig kemur það skattinum við ef fyrirtæki tapa peningum? Viltu kannski að fyrirtæki borgi tekjuskatt af tapi OG hagnaði?

Í þriðja lagi, "Er ekki kominn tími á að skila því sem fjárfestum er lofað?" fjárfestar sem setja peninga í áhættufjárfestingar vita að það er ÁHÆTTA fólgin í því. Þú getur grætt helling og tapað helling. Ef þú vilt örugga ávöxtun þá seturðu peninginn þinn inn á bankabók. Engum er lofað ávöxtun þegar þeir kaupa hlutabréf, og engum var lofað gróða við að kaupa í deCode. Menn urðu bara gráðugir af því að aðrir græddu og vildu græða sjálfir, en urðu of seinir.Í fjórða lagi, það má vel vera að deCode fari á hausinn að lokum, en þeir gætu líka farið að græða eftir örfá ár, og þá getur gróðinn orðið gríðarlegur ... og þá fær skatturinn sitt.

Magnús (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband