Aðeins í dag (og alla daga) - #1 Að vera hamingjusamur

Rakst á þetta í Dale Carnegie bókinni Lífsgleði njóttu. Þetta eru 10 atriði og ég ætla að taka 1 á dag og vera með smá hugleiðingar um hvert og eitt.

#1. Aðeins í dag ætla ég að vera hamingjusamur. Ég ætla að gera ráð fyrir að, að Abraham Lincoln hafi satt að mæla, er hann sagði: "Flestir eru eins hamingjusamir og þeir vilja vera." Hamingjan kemur innan frá; hún á ekkert skylt við ytri aðstæður.

Sá jákvæði myndi samþykkja þetta strax, vitandi það að hann gerir allt til að vera hamingjusamur og leitar hjá sér hvernig hann getur orðið hamingjusamur en bíður ekki eftir að umhverfið geri hann það. Segjum t.d. að hamingjan væri að fara á tónleika að þá kaupir þú miðann á tónleikana en segir ekki að þú eigir ekki efni á því eða bíður eftir að fá ókeypis.

Sá neikvæði myndi hafna þessu og taka dæmi um mann sem væri í fangelsi eða stríði. Hvaða áhrif getur hann haft á hamingju sína í fangelsi. Hvað um alla þá sem þurfa lifa hungursneið eða ofbeldis.

Myndin sem mætti teikna upp væri frekar að ímynda sér hóp af fólki. Sumir brosa, aðrir hlægja, enn aðrir skrafa mikið, sumir þegja, aðrir líta í kringum sig og sumir eru í fýlu. Hvaða ákvörðun tók þetta fólk í þessum hópi hvernig það ætti að koma fyrir? Ákvað það að vera í fýlu eða vera glatt? Svari hver fyrir sig. Ég ætla að vera hamingjusamur og glaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Dale Carnegie er sérstakt fyrirbæri en greinilega mjög "grunn" pæling. Það er mikil einföldun að segja að hamingjan komi bara innan frá, auðvitað skiptir máli að semja frið við sálartetrið innan manns sjálfs en einfaldar ytri aðstæður geta haft mikil áhrif á það. T.d. dauðsfall getur valdið hugarangri.

Þú verður að færa betri rök fyrir máli þínu.

Jón Ingvar Bragason, 7.11.2007 kl. 15:32

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Öll verðum við fyrir áföllum í lífinu sem við þurfum að kljást við t.d. dauðsföll. Að finna aftur hamingjuna kemur innan frá en ekki af aðstæðunum þar sem engin breytir ástandinu hjá þér nema maður sjálfur. Ég sé ekkert "grunnt" við þetta því heimspekin sagði þetta í mörg þúsund ár, kannski er heimspeki "grunn"?

Rúnar Már Bragason, 7.11.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband