Leitin að mannauðnum og fiskveiðistjórnun eiga margt sameiginlegt

Mörg fyrirtæki í dag vilja fá það mesta út úr starfsfólki sínu með því að nýta mannauðinn. Svo virðist sem að til sé nóg af aðferðum og skoðunum um hvernig best sé að þessu staðið. Fiskveiðistjórnunarkerfið vill koma því sama til leiðar að því leyti að hámarka nýtingu þess sem til er.

Manneskjur eru (sem betur fer) ekki allar eins. Við mótumst út frá mismunandi hlutum og getum nýtt eiginleika okkar við mismunandi aðstæður. Fiskurinn í sjónum er alveg eins að þeir eru ekki eins, eru feitir, mjóir, stórir, litlir, nýtanlegir og ónýtanlegir. Til að finna það besta út úr þessu verður að leita að því og vera vakandi fyrir því hvar það finnst.

Svo virðist sem að bæði í fiskveiðistjórnunarkerfinu og í leitinni að mannauðnum er farið sömu leið. Fundin er hagnýt leið sem hefur skilað árangri og segir eitthvað en á sama tíma haldið að sú leið þurfi ekki að breytast. Að finna mannauð hjá manneskju gerist ekki eftir formúlu frekar en að finna hvernig megi hámarka fiskafla úr sjó. Ekkert er óbreytanleg og mismunandi aðstæður kalla á mismunandi aðferðir. Góðir sölumenn þekkja þetta, þú talar svona við þennan og þannig við hinn. Þess vegna verður að aðlaga sig að hverjum og einum, aðlaga sig að aðstæðum hverju sinni.

Að því sögðu má sjá margt sammerkt með leitinni að mannauðnum og ráðningu í störf og fiskstjórnunarkerfinu. Bæði hafa komið upp kerfi sem er talið óhagganlegt og gefi bestu niðurstöðuna. Sjálfsgagnrýni er lítil enda keppikefli að þjónusta þann sem borgar. Mannauðurinn finnst með æskudýrkun og fiskurinn með kerfi sem var fundið upp fyrir aldafjórðung (og ekkert breyst síðan).

Satt að segja treysti ég frekar afgreiðslumanni í byggingarvöruverslun sem veit meira en hvar hlutirnir eru geymdir fyrir utan það að hann gefur meira en að rétta mér hlutinn. Það er mjög áberandi hversu illa fólk er þjálfað í störf og í raun stórfurðulegt að andlit fyrirtækja eru oft ótrúlega illa þjálfuð og dónaleg. Að slík fyrirtæki skuli stækka ætti samkvæmt öllum fræðibókum ekki að vera hægt. Það er nefnilega þannig að fræðibækurnar segja ekki alla söguna og fleiri þættir skipta máli fyrir heildarmyndina.

Það þarf að hlusta og reyna skilja hvað er besta leiðin en ekki ákveða hana fyrirfram. Lausnin felst í að þróa og með því ná hinu besta fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband