Forstjórablogg

Hef oft velt fyrir mér hvernig forstjórablogg myndi líta út en væri eitthver möguleiki á að það myndi hljóma svona?

Vaknaði snemma í morgun þar sem markaðurinn var eitthvað að stríða mér í gær. Hlutabréfin lækkuðu svo ég verð að vakna fyrr til að fara vel yfir stöðuna og upplýsa eigendurna um stöðuna. Ekki skemmtiverk en samt nauðsynlegt vegna hluti af vinnu minni. Undanfarin ár hafa verið svo skemmtileg, alltaf á uppleið og bara vinaleg spjall við eigendur. Í dag er önnur saga og ég þarf að svitna fyrir launum mínum sem á annað borð eru hvort eð er 10x hærri en flestra annarra í fyrirtækinu. Verð að geta réttlætt það.

Hef ég unnið fyrir því? Alveg örugglega. Ég vinn stefnumótun og sé um að koma henni í framkvæmd. Ég mæti snemma og vinn lengi (ekki taka með nýtni tímans). Þarf að bera mikla ábyrgð og fæ einungis það sem mér ber.

Hvernig starfar hugurinn samt í raun? Fyrir utan þessi leiðinda skylduverk þá snýst þetta mikið um egóið. Eftir að hafa upplýst eigendur um stöðuna (sem tók allt of langan tíma) þá tók alvaran við - að velja sér nýjan bíl. Það þarf að skipta um bíl ekki minna en tveggja ára fresti en þar sem svo margar nýjungar hafa átt sér stað þá ætla ég að fá mér nýjan um áramótin. Var að hugsa um Range Rover enda margir topparnir á slíkum eðalbílum en ákvað til gamans að skoða líka Benz og BMW.  Þetta er ansi erfitt mál og krefst mikillar yfirlegu. Ég hreinlega svitna við tilhugsunina. Gaman verður það samt því ég má ekki vera minni maður en svo að eiga minni bíl en hinir topparnir. Þetta er þrautaganga en hverrar mínútu virði.

Fór út að borða í hádeginu og auðvitað var það kallað viðskiptafundur. Var í rauninni ekkert annað en yfirhalning til að fá góðan mat. Sátum bara og spjölluðum um ekki neitt og allra síst um viðskipti. Þekkjumst allir hvort eð það vel að fundir til að kynnast skipta ekki máli lengur, en alltaf gaman að vera í góðra vina hópi. Verst að þetta eru samkeppnisaðilar sem allra jafnan ætti ekki að hafa samskipti við.

Í stað viðskipta þá grobbum við okkur af öllu ríkidæminu og hvar við ætlum að eyða sumarfríinu, hvernig við getum grobbað okkur enn meira af ríkidæminu og plottað það inn í blöðin. Við verðum líka að koma vel út og án þess að sýnast eitthverjir hrokagikkir heldur vænir kallar sem skila auði sínum til baka til samfélagsins (hahahhahahahhahahahaha - hverjum dettur slík vitleysa í hug). Ef fólk vissi bara hversu erfitt þetta er að vera svona ríkur. Allir peningarnir fara í að réttlæta þetta og halda úti lífsstílnum. Veitir ekkert af þessum launum til þess. Legg mig allan fram við að skipta um bíl á hverju ári, fara í fatabúð og láta velja fyrir mig föt. Kaupa alltof dýran mat bara af því að ég á efni á því. Lifi í alltof stóru húsi til að sýnast meiri. Geri ekki handtak heima hjá mér nema að skaffa peninga til að láta aðra gera allt saman (ef konan gerir það ekki). Þekki varla börnin mín en umfram allt er ég æðislegur. 

Ég er í toppstöðu, með topplaun. Læt alla halda að ég vinni svo mikið og mest af tímanum fer í að réttlæta það að hækka launin mín meira heldur en annarra starfsmanna fyrirtækisins. Eftir allt saman þá er ég toppurinn.  Ég á skilið að fá það besta af öllu. Ég er toppurinn á tilverunni!

Svari hver fyrir sig en ég held að þetta yrði seint raunin að forstjórar bloggi svona. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband