Hvers vegna þessi sífelldu vandræði hjá Microsoft?

Það er með ólíkindum að lesa fréttir af Windows stýrikerfinu. Sífellt virðast koma upp gallar, villur eða eitthvað óherjan að herja á skrattann. Aðalgallinn er hvernig varan er seld. Það er alltaf verið að púkka upp á eitthvað sem virkar ekki og síðan er sett eitthvað inn sem enginn hefur áhuga á. Þannig virkar Microsoft. Alltof seint í rassinn gripið og yfirleitt ekki gert nógu vel.

Önnur stýrikerfi hafa margt til síns brúks og eru yfirleitt stöðugri. Sem betur fer er að lagast aðgangur að margmiðlunarefni á netinu en enn er til staðar lokuð kerfi þannig að maður þarf að reiða sig á Windows. Windows stýrikerfið er greinilega byrjað hægum dauðadaga (sem gæti tekið ótrúlega mörg ár).

Sjálfur nota ég Linux og hef gert stöðugt í 2 ár. Sakna ekki Windows en er reyndar með Win4Lin til að keyra Windows inni í Linux og nota lítillega. Hef séð Makka og hann lítur vel út. Linux er ekki skrýtin skepna en ekki víst að allt virki við fyrstu kynni og það er of mikið fyrir flesta (auk þess hafa fæstir áhuga á stýrikerfum). Flest Linux kerfi koma með nýtt stýrikerfi á 6 mánaða fresti en til samanburðar þá tók það 5 ár að koma Windows Vista á markað. En er spennandi að uppfæra hjá sér á 6 mánaða fresti? Svarið getur bæði verið já og nei en fyrir flesta er það óþarfa fyrirhöfn. Á móti er mjög auðvelt að uppfæra kerfið.

Sjálfum finnst mér Windows bara ekki spennandi kostur og leiður á þessum sífelldu vírus/spyware/malware sem fylgifiski. Hreinsa þetta og laga þetta þá verður vélin betri (nema hvað hún varð það ekkert).  Nei ég nota Windows sem allra minnst og í ákveðnum tilgangi en annars verður það Linux hjá mér í framtíðinni. 


mbl.is Microsoft hættir að nota afritunarvörn í Vista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég er sammála.  Ég er alveg að gefast upp á Windows og ætla að setja upp Linux næst þegar gluggarnir hrynja.  Líklegast Ubuntu eða Fedora.

Sigurjón, 6.12.2007 kl. 10:07

2 Smámynd: Haukur Baukur

Linux er málið á mínu heimili.  Er með Ubuntu 7.10 sem er ótrúlega einfalt fyrir byrjendur ef þeir geta hætt að hugsa þetta eins og Windows.

Allt virkar og ég hef hvergi rekið mig á sem almennur venjulegur notandi. Meira að segja Open Office er alveg eins og Word, Exel og Powerpoint og les allar skrár.

Vona að sem flestir sjái við einokuninni og skipti.  Ég er meira en tilbúinn að hjálpa þeim sem vilja :) 

Haukur Baukur, 6.12.2007 kl. 11:20

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég hoppaði yfir lækinn sumarið 2004 og get fullyrt að grasið er grænna eplamegin. Tölvur urðu skemmtilegar aftur, vírusarnir urðu meinlausir því bíta ekki, það er ekkert spyware, óþarfi að setja kerfið upp endalaust því það rotnar ekki.

Ég eplin mín.

Villi Asgeirsson, 6.12.2007 kl. 12:46

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sjálfur nota ég Mandriva en hef skoðað Fedora og Ubuntu. Bæði mjög góð en líklega er þetta vani en mér líkar það mjög vel. Open Office hefur margt fram yfir Office pakkan en satt að segja sakna ég Access og þess vegna nota ég Win4Lin. Fyrir áhugasama mæli ég með að nota LiveCD til að skoða og prófa þar sem disknum er stungið í vélina og kveikt en ekkert er sett upp. Flest Linux kerfi bjóða upp á það.

Rúnar Már Bragason, 6.12.2007 kl. 23:36

5 identicon

Ég held að flestir þeir sem eru að dæma stýrikerfin frá Microsoft, hafi ekki alveg hugsað út í það hve mikið verk er búa til stýrikerfi sem meirihluti alls tölvubúnaðs í heiminum í dag þarf að vinna á, án þess að upp komi vandræði. Þeir sem hafa þekkingu og reynslu af tölvubúnaði þekkja þetta. Þetta er eðlilegt miðað við útbreiðslu Windows. Ég er guðslifandi feginn að Microsoft skuli ekki gefa út nýtt stýrikerfi á 6 mánaða fresti, enda held ég að notendur Windows væru aðeins brot af því sem þeir eru í dag. Til hvers að gefa út nýtt þegar það er miklu betra að betur bæta það sem þegar er til? Sem dæmi má nú t.d. nefna Quick Time frá Apple, mig langar eiginlega helst að skíta yfir það, það poppar nánast upp vikulega hjá mér að það sé komin ný útgáfa! Ekki geta þeir asnast til að koma bara með einfaldar bug fixes. -og það er bara multimedia player! Windows er hannað frá upphafi til að vera notendavænt viðmót. Ég held að því takist það nokkurn veginn, sérstaklega með tilkomu Vista. Ég keypti mér um daginn vél sem er með Vista stýrikerfinu, mér leyst alls ekki vel á það í fyrstu, en það er magnað hve fullkomið það er. Ef villa á sér stað eða eitthvað er ekki að starfa á þann hátt sem það á að gera, þá kemur stýrikerfið með lausn á vandanum. Leiðbeinir manni ef með þarf á einfaldan og áhrifaríkan hátt.

Síðan með þetta endalausa spyware, vírusa drasl, ástæðan fyrir því að þetta virkar ekki á önnur platform en windows er að sjálfsögðu sú að þetta er allt sérstaklega skrifað fyrir windows stýrikerfin. Skemmdarvargar sem skrifa þetta dót eru eingöngu að hugsa um að valda sem mestum skemdum og óþægindum, og hvernig gera þeir það? Jú auðvitað með því að láta það ráðast á windows, því að meirihluti alheims notar það! Það er líka margsagt að fólk býr til vírus og fleira, bara til að skemma fyrir Microsoft!

Kveðja, Sverrir Daði Þórarinsson, tölvuviðgerðartæknir

Sverrir Daði Þórarinsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 00:53

6 identicon

Vandamálið við Windows er að Microsoft hefur aldrei haft neinn áhuga á að gera það öruggt eða þægilegt fyrir notendur því þeir hugsa bara um peningana. Flest vandamál í sambandi við vírusa og spyware er vegna þess að þeir láta venjulega notendur keyra sem administrator sem default. Þeir eru líka með rangar áherslur á öllu, leggja allt kapp á að breyta útlitinu reglulega til að hnekkja á keppinautum og eyða tíma í að bæta við DRM fídusum sem enginn vill, í staðinn fyrir að laga galla og gera kerfið betra.

Kristján Bjarni Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 02:59

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sverrir Daði. Að sjálfsögðu er það gífurlegt verk að hanna og halda við stýrikerfi sem notað er á alls kyns tölvur. Málið er þó að á síðustu árum hefur MS sett reglurnar og önnur fyrirtæki hanna fyrir Windows, ekki öfugt. Stundum vinna fyrirtækin saman. Það sem virkar ekki strax kemur með dræverum. Þar fyrir utan hefur MS peninga og starfsfólk til að standa í þessu. Þeim er varla vorkunn, sérstaklega þar sem mest af hönnunarvinnunni fer fram í Cupertino og er svo kóperuð og send til Redmond.

Ég veit ekki hvernig Quicktime spilarinn hagar sér í Windows. Hins vegar get ég sagt að ein af aðalástæðunum að ég gafst upp á Windows var að kerfið var endalaust að væla um uppfærslur sem ég gat náð í. Gula sápukúlan var orðin innbrennd í skerminn (næstum því). Þú getur sagt að ég hefði átt að setja þetta á átomatískt, en það vildi ég ekki. Ég vil ákveða hvað tölvan gerir, tölvan á ekki að segja mér fyrir verkum.

Vírusar og aðrar plágur eru sérfyrirbæri í Windows, ekki vegna þess að stýrikerfið er svona vinsælt eða hakkarar svona anti-Windows. Það er einfaldlega veikara. Þegar ég set upp forrit í OSX, eða keyri í fyrsta sinn, spyr kerfið hvort það sé í lagi og biður um lykilorðið mitt. Þetta er svo fáránlega einföld lausn að ég skil ekki hvað Microsoft er að hugsa. Ef vírus kæmist í tölvuna þyrfti hann fyrst þitt leyfi til að smita. Fyrir 2-3 árum bauð einhver stórfé, hverjum þeim sem næði að búa til vírus fyrir OSX. Einhverjum mánuðum seinna varð þessi aðili að draga boðið til baka, því Apple hafði ekki húmor fyrir þessu. Á þessum mánuðum hafði engum tekið að búa til vírus sem virkaði. 

Villi Asgeirsson, 7.12.2007 kl. 13:36

8 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það mætti líka bæta við að tölvublöð um Windows eru að fjalla um nákvæmlega það sama og fyrir 5 árum. Sem mætti segja að ekkert spennandi er að gerast í stýrikerfinu. Varðandi Servera þá er frekar jöfn samkeppni þar. Flest Linux dreifikerfin styðja útgáfu í 3 ár en setja samt nýja útgáfu á 6 mánaða fresti. Málið er að Microsoft sagðist ætla að setja nýja útgáfu á 3ja ára fresti en hafa ekki getað staðið við það. Sjálfum finnst mér að í galopnu stýrikerfi skuli ekki takast að koma með nýjungar (bara plástra) á 5 ára fresti frekar lélegur biti.

Rúnar Már Bragason, 8.12.2007 kl. 17:03

9 identicon

Svo er það, þar sem linux kerfi eru open-source þá er fólk sem hefur áhuga á því sem þeir eru að gera að hanna linux kerfin, en aftur á móti hjá microsoft þá er fólk með takmarkaðan áhuga að gera þetta fyrir sín laun og þar af leiðandi ætti ekki að vera jafn vel gert!

Adam

Adam Einar Hildarson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband