Hvar er jafningjafræðslan?

Fyrir nokkrum árum fór í gang verkefni sem var kallað jafningjafræðslan. Þræl sniðugt verkefni sem miðaði að því að eldri krakkar kæmu fram við yngri á jafningja grundvelli. Eittvherra hluta vegna hefur þetta verkefni fjarað út og horfið. Mér finnst þetta hins vegar eitt það sniðugasta sem komið hefur fram í forvörnum þessa lands.

Sífelldur áróður um að gera ekki leiðir einungis til þess að það sé gert. Eins og ein auglýsingin t.d. um að einn sopi sé nóg. Hvað svo? Auðvitað færðu þér næsta því að þú ert hvort eð fallinn. Fáránleg forvörn sem varla hefur skilað því sem til stóð. Nei jafninginn var frábært dæmi. Jákvætt og uppörvandi sem var ætluð eitthver útkoma. Segja má að mótórsmiðja Mumma sé í líkingu við þetta en ég myndi vilja sjá meira af slíku. Jákvæð uppbygging sem miðar við að koma fram við börn sem jafningja í stað þess að lesa þeim fyrirlesturinn.

Getur eitthver svarað hvað varð að jafningjafræðslunni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Sæmundsson

jamms, því get ég: 

Jafningjafræðslan er til enn þann dag í dag.  Hún var upphaflega stofnuð af þáverandi Mennatamálaráðherra Birni Bjarnasyni og Félagi framhaldsskólanema.  Eftir að hafa gengið í gegnum ýmsar áherslubreytingar í gegnum tíðina var hún ættleidd af Hinu Húsinu.  Á heimasíðu Hins Hússins má nálgast upplýsingar um þetta mál.  http://www.totalradgjof.is/jafningjafraedslan//

Hún er núna rekin sem eining af TótalRáðgjöf Hins Hússins held ég. 

JF rekur enn fræðsluprógram á sumrin t.d.

Vonandi hjálpar þetta eitthvað.

NB Mummi var einusinni að vinna í Hinu Húsinu ef ég man rétt... Gott ef mótorsmiðjan óx ekki þaðan.  Kæmi mér ekki á óvart.

Höskuldur Sæmundsson, 6.12.2007 kl. 02:31

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Frábært mál og takk fyrir upplýsingarnar. Gott að vita að því.

Rúnar Már Bragason, 6.12.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband