Hlakkarðu til jólanna?

Þegar ég sit í dag og hugsa til jólanna þá líður mér eins og jólin séu eitthvernveginn að líða hjá án þess að vera sérstakar stundir. Það er gaman að gleðja börnin og taka þátt í spennunni fram að jólum og í jólahaldinu. Fæ mig samt til að hugsa til æskuáranna þegar betri maturinn þýddi betri matur.

Í dag þá kemst nefnilega ekki þessi hugsun að ég sé að fara borða betri mat eða verið sé að gera rosalegan dagamun. Við borðum svo oft betri mat í dag að þetta verður ekki sérstakur hátíðamatur. Það liggur við að Skatan sé orðinn hátíðamaturinn því hana borða ég aldrei á öðrum tíma árs.

Sú stemning líka að allt var lokað í 2-3 daga er ekki lengur til staðar og mér finnst hátíðin svolítið missa brag vegna þess. Það var ákveðin stemning þegar fáir voru á ferli, ekki hægt að kaupa út í búð en samt fullt til af mat og nammi, sjónvarpsdagskráin var öðruvísi en venjulega, pakkarnir voru spennandi og dagarnir voru öðruvísi en hefðbundnir  dagar.

Það fær mann til að hugsa - hlakkarðu til jólanna? Jóla hvað? Það er ekkert nýtt í pakkanum!

Ég mun samt að njóta jólanna og hlakka til þeirra með fjölskyldu minni. Fá góðan mat, skemmtilega pakka og njóta þess að lifa. Hafið það gott um jólin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband