Hvað er réttast?

Þetta er snúið mál. Á að halda eftir húsum sem hafa sögu og minningargildi en rífa önnur hús? Á það sama að ganga yfir allt?

Satt besta segja finnst mér þetta alltaf vera útjaðar höfuðborgasvæðisins og í raun rangnefni að kalla þetta miðborg. Þetta er orðinn ferðamannakjarni sem hefur mest vægi sem slíkur í stað þess að vera kjarni verslunar á höfuðborgasvæðinu. Á köldum vetrardögum er nákvæmlega ekkert spennandi að sækja þarna. Allt opið fyrir norðan átt og lítt áhugavert að flakka milli verslanna eða kaffihúsa.

Hvers vegna má ekki segja eins og er að mörg þessara húsa eru algerir hjallar og hreinlega lýti á Reykjavík. Hafa alltaf verið það og hafa ekkert sögulegt né menningarlegt gildi. Hverfisgata hefur alltaf verið skipulagsslys af verstu gerð en spurningin hvað er verið að koma með í staðinn.

Ef sett yrði upp ákveðin bæjarmynd myndi ég styðja það en að líkt og gert hefur verið í Skuggahverfinu þá á ég bágt með að styðja slíkar hugmyndir. Engin sérmynd heldur eftiröpun annars staðar frá og lítið spennandi.

Niðurstaðan hefði því átt að vera: Verum viss um að Reyjavík geti verið stolt af stað þar sem ferðamönnum líður vel á og Íslendingar eru til í að koma oftar en á tyllidögum. 


mbl.is Rætt um niðurrif í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Svo lítið þreyttur á þessu ferðamanna hjali, vona að við séum ekki að sýna ferðamönnum viðbjóðinn á hverfisgötu fyrir ofan þjóðleikhúsið. Þar er ekkert nema vandræða lið.  Flest húsin sem á að rífa eru gamlir hjallar og það er dýrt að gera upp gömul hús. Mér finnst ég alveg vilja sjá eitthvað nýtt, þarna niðurfrá líka.

Hvaða gróði er af því að hafa ferðamenn ef það má ekki byggja búðir :-D Ef það er byggt eitthvað sem eitthvað sem getur staðið undir sér þá er eitthver að borga fyrir það og þá hefur samfélagið eignast eitthvað sem þörf var fyrir.

Annars myndi ég sjá mest eftir húsi sem eflaust á að rífa. En það er gamla strætóstöðin á móti stjórnaráðinu. Þetta er eitthvað svona sem ég man úr minni barnæsku.

En menn mótmæla alltaf þegar það á að koma eitthvað nýtt, hver vill ráðhúsið úr tjörninni lengur eða ekki að það sé byggt yfir lækinn undir lækjagötu. Held við ættum að leyfa bænum að vaxa og dafna, tilhverf að vera að hafa timburhús þegar það er hægt að byggja stærra, ódýrara og hættuminna, enda eru gömul timburhús sérstaklega hættuleg í bruna.

Johnny Bravo, 19.12.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sammála þessu með að oft er mótmælt þegar gera á nýtt úr því gamla. Hvaða tilfinningagildi liggur eiginlega að baki. Mun seint sakna Hverfisgötunnar eins og hún er í dag.

Rúnar Már Bragason, 19.12.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband