Hvers vegna tölum við meira um gallana en styrkleikana?

Það er alveg ótrúleg lenska að við hugsum meira um gallana en styrkleika okkar og leggjum öll fram um að lagfæra gallana. En gallarnir segja ekkert til um hvað við getum gert og hversu megnug við erum. Þeir segja bara til um að við erum mannleg og breisk, við erum fær um að gera mistök.

Þetta virðist eiga við allt. Til að mynda á einstaklingur sem sækir um starf með "réttan" feril meiri möguleika en sá sem er ekki með "réttan" feril. Það segir hins vegar ekkert um styrkleika þeirra í að sinna starfinu og hvor sé til þess betur fallinn að sinna því. Tökum líka Kalla Bjarna sem dæmi en hann hefur góða söngrödd og á vel heima sem söngvari í hljómsveit á sviði. Hins vegar dæmum við hann út frá veikleikum hans í eiturlyf. Af hverju horfum við ekki á styrk hans og hjálpum honum að ná sér á strik og nýta styrkleika sína í botn. Bubbi er dæmi um mann sem nýtir styrkleika sína og yfirvinnur veikleikana enda hefur hann náð frábærum árangri.

Tilefni skrifanna er líka bókin How To Use Your Strengths sem síðar var uppfærð í Strenghtsfinder 2.0. Þar er fjallað um styrkleika og hvernig megi nýta sér þá í vinnu og daglega lífinu. Þegar ég las bókina og fann hvaða styrkleika ég hefði yfir að búa þá hjálpar það manni í að einbeita sér að því sem skilar manni árangri. Þeir mæla með að maður einbeiti sér að 5 styrkleikum. Ég tók mína 5 og svo er hægt að gera próf á vefsíðu sem maður fær aðgang að þegar bókin er keypt.

Það skrýtna var að ekki komu upp sömu styrkleikar í öllum tilvikum. Ekki það að þeir væru svo fjarlægir mér heldur hafði ekki sett þá í efstu sæti. Þeir sem ég valdi geta verið á topp 10 en mælt er með að einbeita sér að topp 5. Síðan er að finna út hvernig nýta megi þessa styrkleika til að gera það sem mig langar til og ná þeim árangri sem ég stefni að.

Já við ættum að tala miklu meira um styrkleikna og láta það yfirvinna alla veikleikana sem verða við það vandræðalausir englar. Við vitum af þeim en þeir skipta bara svo litlu máli vegna þess að við náum svo góðum árangri með styrkleikum okkar. Látum styrkleikana ráða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband