Stormur í vatnsglasi

Mér líkaði grein Illuga Jökulssonar í eitthverju dagblaðanna um daginn þegar hann fór í söguskoðun og líkti núverandi "kreppu" við kreppuna 1908. Þá eins og nú hafði verið mikill uppgangur en skyndilega dró fyrir sólu og útlitið var svart. Kreppan 1908 varð aldrei nein kreppa heldur aðeins smá niðursveifla.

Samlíkingin við ástandið í dag finnst mér gott því ástandið er í raun stormur í vatnsglasi. Vissulega er lítið um lausafé og erfiðara að fá almennileg lán en ástandið er að mestu bundið við fjármála- og fjárfestingafyrirtæki. Mikið er talað og spáð um hrun fasteignamarkaðarins sem ekki kemur. Ég held að það komi ekkert. Staðan er sú að kominn var tími á jafnvægi og klára það sem byrjað var að byggja. Lækkunin kemur fyrst og fremst í að halda ekki í við verbólguna þannig að raunlækkun mun eiga sér stað en það mun verða lítið.

Málið er líka að atvinnuástandið er gott og mun haldast gott áfram. Útlendingum í vinnu fækkar og íslendingar munu aftur fara í störf sem þeir manna núna. Þess vegna mun ekki skapast kreppuástand. Það getur ekki skapast fyrr en atvinnuleysi rýkur upp og fólk getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þangað til er þetta stormur í vatnsglasi sem vissulega kemur við suma en alls ekki alla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband