9.9.2008 | 14:19
Hversu megnug erum við?
Það var skemmtileg grein í Lesbók Morgunblaðsins sem fjallaði um Secret bókina. Þar lýsti hann fordómum sínum gagnvart slíkum bókum en á sama tíma hvernig hún samt skilaði honum því sem hann óskaði sér.
Þetta fær mig til að velta fyrir mér hversu megnug erum við. Erum við fær um hvað sem er? Samkvæmt þessum bókum erum við það þrátt fyrir allt. Einu takmörkin eru í raun áhuginn á að framkvæma verkið og síðan aldurinn í vissum aðstæðum. Þótt slíkar bækur gangi fyrst og fremst út frá að eignast peninga þá er ég sammála að við erum ansi mögnuð og fær um að framkvæma ótrúlegustu hluti. Tækifærin eru allstaðar.
Já við erum ansi mögnuð og nú er bara að framkvæma það sem við viljum fá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.