Viðhöldum jákvæðni

Síðustu sex vikur hafa hafa verið ótrúlegar á Íslandi. Fyrst er byrjað með því að slá okkur utan undir með þjóðnýtingu banka og á eftir fylgdi ótrúleg atburðarás sem leiddi til að 85% bankakerfisins var leyst til ríkisins.

Sitt sýnist hverjum í þessum málum en ljóst er að fyrst voru allir lamaðir í áfalli, því næst fór fólk að skríða úr fylgsnum sínum og móðursýki tók við. Eftir fylgdi tími er reiðin hefur fengið að krauma og stigmagnast (ekki hefur bætt úr upplýsingaleysi stjórnvalda). Allt á þetta sameiginlegt að á sama tíma er múgsefjun mikil þar sem í raun enginn veit neitt hvað gerist næst.

Fjölmiðlar apa hverja vitleysu upp án þess að setja eitt einasta spurningamerki við það hvað er verið að segja. Til vitnis um það eru vinsældatillögur ýmissa málpípa og útspil Ingibjargar Sólrúnar um sparnað í ráðuneyti sínu (sem var samt enginn).

Móðursýkin hefur líka verið mikil og alls konar kenninar um hitt og þetta. Slúður um eitt og annað sem oft hefur ekki verið neinn fótur fyrir t.d. þegar fólk fór og fyllti á bílinn þar sem bensínið átti að hækka í verði en það lækkaði síðan daginn eftir. Fréttir sem vísa til ótta fólks m.a. um matarskort eða ímynd Íslands sé í molum og hana sé ekki hægt að endurnýja.

Sem betur fer halda eitthverjir haus og geta bent á að auðvitað birtir upp um síðir. Ekkert er svo slæmt að ei boði gott o.s.frv. Til að mynda ætlar Háskólinn í Reykjavík að standa fyrir hugmyndasmiðju. Hættan er samt fyrir hendi og það sem er í raun tilefni þessara skrifa. 

Góðar hugmyndir sem hjálpa fólki eru bara hugsaðar til skamms tíma. Þegar allt byrjaði þá var talað um að vera jákvæð og allt myndi batna aftur. Þessari umræðu var ekkert haldið áfram og dottið niður í dý neikvæðni. Tekin var versta myndin og hún sett upp sem væri raunveruleg. Ekkert segir okkur að sú þurfi að vera endanlega niðurstaðan. Það eru margar hliðar á málunum og þau æxlast oft öðruvísi en spáð er. Jákvæðni er ekkert sparitæki sem notast þegar illa árar. Jákvæðni er eitthvað sem þarf að temja sér öllum stundum, hvort sem vel gengur eða illa. Því miður virðast alltof margir eiga erfitt með það.

Viðhöldum jákvæðni - sjáum fyrir okkur að þetta gefi okkur enn betra samfélag. Samfélag með enn fleiri tækifæri, vinalegra, jafnara og umfram allt samfélag sem við erum stolt af.

Viðhöldum jákvæðni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband