Hver kúgar hvern?

Ég er alveg sammála því að Íslendingar láta ekki kúga sig en í þessum mótmælum kemur samt upp spurningin hver kúgar hvern?

Í fyrsta lagi þá er alls ekki á hreinu að meirihluti landsmanna vilji kosningar. Nokkur þúsund mótmælendur og skoðannakönnun staðfestir það ekki. Eiga nokkuð þúsund mótmælendur að ráða hvað gerist á Íslandi?

Í öðru lagi þá er sumum annt um orðspor okkar í alþjóðlegu samfélagi og þetta litla sem eftir er fær viðreiðsnar von með þessum aðgerðrum ríkisstjórnarinnar. Að mér læðist sá grunur að yrði kosið þá væri landið óstjórnhæft og upplausn ráðandi. Við það ástand munu fólksflutningar verða miklir því enginn vill búa við óöryggi. 

Þannig fyrst þarf að vinna sig úr óvissunni og síðan má koma krafa um kosning.

Ég er Íslendingur og læt ekki kúga mig í enn meiri óvissu og óöryggi með kosningum núna.


mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Láta kúga sig í kosningar!  Ertu að grínast?

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 16:44

2 identicon

Karlinn minn, Það er sjálfsagður réttur Íslendinga að fá að kjósa við svona aðstæður. Ef það er bara lítill hópur mótmælanda sem vil skipta um ráðamenn, nú þá kemur það fram í kostningum.....það væri verið að kúga menn ef mótmælendur væru að heimta eitthverja ákveðna aðila í stjórn....það er hinsvegar bara verið að krefjast þess að landsmenn fái að velja fólk þarna inn sem það treystir til að taka á málunum. Ef meiri hluti landmanna vill hafa sömu herranna, nú þá er það bara þannig, og þá getur fólk ekkert gert meira í því.

Ef þú ert sáttur við núverandi stjórn, nú þá kýst þú bara sama liðið....hvernig í ósköpunum getur þú kallað það kúgun ???

Gunnar B. Kristinsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 17:03

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ég engan vegin styð þessa stórn en hvar ætlið þið að finna nýtt fólk með stuttum fyrirvara?

Ég tel það kúgun að þurfa að kjósa um óbreytta flokka með sama fólkinu. Það þarf lengri tíma til að ná fram breytingum.Ég tel það kúgun að taka áhættu að Ísland verði algerlega útskúfað í alþjóða samfélaginu með því að kjósa núna.

Nær væri að halda áfram að sýna aðhald að stjórninni og mótmæla því sem liggur fyrir. Með því að tyggja sífellt á kosningum þá kemst stjórnin upp með að jafn lufsulega hluti og skuldbreytingu lána. Hvernig væri að mótmæla því og biðja um eitthvað bitastætt.

Af hverju mótmælir enginn fyrirtækjunum sem útrásagaurarnir átti (og eiga)? Af hverju heldur fólk áfram að versla við þá? Hvar er þeirra ábyrgð?

Það er hægt að mótmæla mörgu og kosningar eru bara ekki þar efst á blaði.

Rúnar Már Bragason, 22.11.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband