22.1.2009 | 17:21
Í hvaða fílabeinsturni lifa þingmenn Samfylkingarinnar
Það er frekar skrýtið að horfa á atburðarás þar sem Samfylkingin telur í lagi að slíta stjórnarsamstarfinu eins og þeir hafi einungis gert góða hluti.
Ég bara spyr í hvaða fílabeinsturni lifa þessir þingmenn. Krafan er um mannaskipti og nýtt viðhorf. Ekki sömu andlitin sem hugsa ekki um annað en sætið og sjálfa sig.
Framsókn á allt í einu að vera endurnýjaður með nýjum formanni en með uppalinn kerfiskarl sem varaformann. Hvað er svona nýtt á þeim bæ.
VG ætlar að skila öllu til baka og vinna út frá eitthverju sem erfitt er að skilja að gangi upp.
NEI TAKK þessir flokkar hafa ekkert umboð til að mynda stjórn og hvað þá að það sé í þágu þjóðarinnar. Einungis verið að hugsa um eigin rass og frama. Það á við alla í þessum þremur flokkum.
Mikilla tíðinda að vænta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.