Hvert ættu mótmælin nú að stefna þegar ljóst er að kosið verður í vor?

Það er ljóst að kosningar verða á vormánuðum. Hvenær nákvæmlega veit enginn en spurningin er hvort að mótmælendur ætli að mótmæla fram að kosningum? Það er ljóst að búið er að samþykkja þeirra kröfur. En hvað er unnið með þessu?

Skynsemin segir flestum að bankakerfið þarf að komast af stað áður en kosið er og rannsókn á hruninu á almennilegt flug. Af hverju geta mótmælendur ekki séð það? Afleiðingin getur orðið skelfileg sérstaklega ef bankakerfið fær ekki að komast af stað.

Enn er samt ósvarað þeirri spurningu hverju er verið að koma til leiðar. Ég spáði áður á blogginu að verði kosið nú þá verður kosið aftur innan tveggja ára og við þá spá stend ég enn. Hitt er líka að kosningar nú skila engum breytingum því ekki er búið að vinna í nýjum viðhorfum. Það er alveg eins víst að innan fárra ára verður sama staða aftur upp á teningnum þe. svokölluð spilling komin í sama farveg. 

Allt tekur sinn tíma og með nýju lýðveldi væri meira unnið. Færa sig frá flokkaveldinu og þeim hreðjatökum sem flokksvaldið hefur á Íslandi. Taka á stjórnkerfinu og breyta stjórnarháttum í landinu. Mótmælendur ættu að athuga það betur áður en við kjósum yfir okkur enn of aftur sömu flokkana með sömu viðhorfin (og jafnvel sama fólkið).


mbl.is Appelsínugul mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Það er ekki búið að samþykkja kröfurnar, það er ástæða fyrir því að við syngjum: Vanhæf ríkisstjórn. Við viljum fá aðra stjórn fram að kosningum, ég persónulega myndi vilja utanþingsstjórn.

Ég er ekki nógu bjartsýnn til að trúa því að við getum fengið nýtt lýðveldi.

FLÓTTAMAÐURINN, 23.1.2009 kl. 00:40

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sjálfur myndi ég vilja undanþingsstjórn sem sæti í tvö ár. Með því væri hægt að vinna að breytingum á stjórnarskránni.

Rúnar Már Bragason, 23.1.2009 kl. 00:53

3 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Það væri auðvitað frábært, verðum við ekki að vona það besta.

FLÓTTAMAÐURINN, 23.1.2009 kl. 00:57

4 identicon

það er bara ekki rétt að bankakerfið þurfi endilega að komast í gang áður en kosið verður aftur.

Af hverju ætti svo að vera? Til að núverandi ríkisstjórnarflokkar gæru reynt að malda eitthvað í móinn um að hér hefðu hlutirnir nú kannski ekki verið alveg jafn slæmir og ,,margir héldu" ?

Mér finnst það móðgandi þegar það er talað með þeim hætti að þetta fólk eigi að ákveða sjálft hvort það situr lengur eða skemur.

Jón Skafti Gestsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 01:17

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það var nákvæmlega ekkert í þessu tilboði ISG nema það að reyna að fá Sjálfstæðisflokkinn til að samþykkja kosningar í vor. Hvað með bankastjóra seðlabankans, forstjóra Fjármálaeftirlitsins eða ákveðna ráðherra. Samfylkingin keppist við að álykta en ekkert gerist. Vill einhver hafa þetta fólk áfram í ríkisstjórn? Utanþingsstjórn takk og kosningar í maí.

Sigurður Hrellir, 23.1.2009 kl. 01:26

6 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

meðan stjórnin er ekki formlega búin að segja af sér ætla ég að berja á potta eða hrista kökudós á hverjum degi og vona að sem flestir geri það..

Nýtt lýðveldi er mín krafa.. 

http://www.nyttlydveldi.is/

Hinrik Þór Svavarsson, 23.1.2009 kl. 04:22

7 identicon

Ég veit ekki með bankakerfið. Mér líður eins og þetta sé eitthvað stórt sjónarspil sem allir hafa verið skilyrtir til að halda að samfélagið funkeri ekki án. Við erum með sparisjóðskerfi sem getur vel haldið reglu á flæði lausafjármagns. En samt tala allir eins og að án banka verði allt stjórnlaust.

Ég væri alveg til í að sjá tilraun gerða (eða allavega það skoða) hvort ekki væri hægt að byggja nýtt Ísland án bankanna.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband