25.1.2009 | 01:37
Hvað vannst með því að fá kosningar?
Nú þegar ljóst er að kosið verður í vor þá er vert að spyrja sig um hvað þær snúast. Vissulega mun þær snúast um svokallaða spillingu og illa unnin störf. Allt gott og gilt um það. Nýtt fólk inn en í grunninn er samt unnið út frá sama kerfi. Hvaða möguleika eiga nýir flokkar á að koma manni á þing? Nánast engir.
Líklegasta niðurstaðan er að það verða sömu flokkar á þingi með eitthvað að nýjum andlitum. Mynduð ný stjórn með nýjum ráðherrum en enn sama flokkaveldið. Ríkisstjórn getur enn keyrt yfir alþingi. Stjórnsýslan er nákvæmlega eins nema búið er að skipta um stjórnendur. Hversu mikil breyting er það?
Líklegast verður niðurstaðan þriggja flokka stjórn sem verður illa starfhæf og kosið aftur innan tveggja ára. Lagað til í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti og líklega sameinað aftur. Skattar hækkaðir og gengur hægt að koma okkur úr ástandinu. Engar breytingar gerðar á stjórnarskránni (stjórnmálamenn geta ekki komið sér saman um almennilegar beytingar á henni) en eftirlit og siðareglur hertar. Sem sagt lítill árangur.
Niðurstaðan sem ég fæ er að við fengum kosningar án þess að nokkuð muni breytast í grundvallaratriðum.Því miður misstum við af gullnu tækifæri á að gera róttækar endurbætur á stjórnarskrá okkar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.