Verum jákvæð

Þetta er svona týpísk neikvæð frétt sem tröllríður öllu um þessar mundir. Staðreyndin er sú að viðskipti færast til og það er ekkert endanlegt í þeim málum.

Málið er miklu frekar að það er enginn að kynna málstað Íslendinga í útlöndum þessa dagana þótt að nú sé mikilvægi þess mun meira en oft áður. Íslendingar þurfa líka að skilgreina sig betur sem örþjóð á alþjóðavettvangi sem vill stunda sjálfbærar veiðar. Ekki gleyma heldur þeirri staðreynd að Bandaríkjamenn veiða fleiri hvali en fá að gera það í friði vegna þess hversu vel það er skilgreint (þe. frumbyggjaveiðar).

Það er kominn tími til að Íslendingar stígi upp úr þessari neikvæðni og niðurdregnum hugsunarhætti og hugsi til framtíðar. Við þurfum að skilgreina okkar markmið næstu 10 árin, 5 árin og nánustu framtíð.

Enginn pólitískur flokkur gerir það þessa dagana eða í aðdraganda kosninga. Flokkspólitík hefur fengið algera falleinkun meðal þjóðarinnar en samt geta einstaklingar ekki vænst þess að komast inn á þing eða í störf framkvæmdavaldsins nema vera undir flokkaveldinu (sem er fast í sandkassaleik þessa dagana).

Gott dæmi um breytt landslag í pólitík er hvernig Obama býður ekki bara sínum flokksmönnum ráðherraembætti. Hvers vegna gerist það ekki á Íslandi. Auðvitað ættu flokkarnir að sjá að sér og setjast allir saman á eitt að leysa úr þessari krísu. Margar hendur vinna létt verk. Sameinaðir stöndum við, sundraðir föllum við. Þetta á við núna og nú þurfa menn og konur að stíga aðeins niður af pallinum og viðurkenna að við þurfum öll að leggjast á eitt.

Best væri að fá öflugan aðila með góða framtíðarsýn til að verkstýra þessu en hann finnst ekki meðal pólitíkusanna, það er alveg ljóst. Sem dæmi sé ég fyrir mér ísland eftir 10 ár:

- Búin að greiða 80% af skuldunum vegna bankahrunsins og skuldir þjóðarinnar greiddar upp fáum árum eftir það

- Verðum okkur sjálfbær um orkjugjafa að öllu leyti

- Opnum landið fyrir samvinnu við aðra án þess að ganga í Evrópusambandið

- Tekinn verði upp Dollar sem gjaldmiðill

- Skilgreinum hlutverk okkar í alþjóðasamfélaginu og miðum utanríkisstefnu út frá því

- Sköpum 30 þúsund ný störf á þessu tímabili

- Afnemum verðtryggingu

- Skilgreinum heilbrigðiskerfið betur með færri í yfirstjórn en fleiri útibúum

- Friðlýsum hálendið og setja vel skilgreindar reglur um ferðalög þar

- Byggja upp strandaleið til Akureyrar með göngum en ekki hálendisveg

- Tryggja stóriðju á Bakka

- Setja enn meira aðstoð í ferðamál á Vestfjörðum og byggja upp ónýta vegi þar

 

Þetta eru bara dæmi um hvað ég sé fyrir mér að gerist á Íslandi næstu 10 árin. Ekki er ég á leiðinni á þing þar sem ég hafna alfarið að fara undir flokkaveldin. Hins væri gott ef eitthver gæti séð sér fært að koma með framtíðarsýn sem alþingi Íslendinga og framkvæmdavaldið gæti séð um að gera að veruleika.
mbl.is Sniðganga íslenskar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband