Hvað um smá sjálfsgagnrýni Jóhanna?

Segja má að sterkt sé tekið til orða og frekar af vangá. Á móti má segja að Samfylkingin er ekki hafin yfir gagnrýni og á það er Sigmundur að benda.

Atburðarásin undanfarið er þannig farið að Samfylkingin spilar sig stórt og vill ráða landi og umræðum. Allt sem mælir á móti er umsvifalaust þurkkað út af borðinu og helst með hroka. Umbyrðalyndið er ekkert og samvinna við aðra er algerlega út úr kortinu. Það er ekki nema von að Sigmundur kallar þetta "loftbóluflokk" þar sem Samfylkingin telur sig yfir aðra hafna og þurfi enga sjálfsskoðun - þannig koma þeir allavega fram.

Sem dæmi má nefna að sagt var að ekki væri hægt að vinna í efnahagsmálunum nema Davíð færi frá. Nú þegar það loksins tókst þá er engin stefnubreyting í Seðlabankanum. Þetta sýnir vel "loftbóluna". Lofa aðgerðum þegar forsendum er náð en samt er ekki séð þegar forsendunum er náð að eitthvað breytist.

Annað "loftbóludæmi" er klisjan um skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu hefur engan vegin staðist. Ríkisstjórnin hefur ekki komið með neina nýja tillögu fyrir heimilin og fyrirtækin hafa enga áreiðanlega lausn fengið. Skjaldborgin sem nú sést er ekki annað en loftbóla.

Að lokum má síðan nefna skoðannakannanir. Fréttamenn gleyma sér alveg í tölum en lesa ekki í innihaldið. Sífellt er horft framhjá hversu hátt hlutfall neitar að svara eða jafnvel segist ætla að skila auðu. Þessi hópur er með skilaboð en því miður ná fréttamenn eða stjórnmálamenn því engan veginn - hluti þjóðarinnar (hlutfall á við stjórnmálaflokk) hafnar flokkakerfinu og vill nýtt kosningakerfi. Hvernig væri að hlusta á það?

Enginn er hafinn yfir gagnrýni og Jóhanna er langt frá því að vera hafin yfir slíkt.


mbl.is Undrandi á orðum Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband