Hvar er mannelska stjórnarinnar?

Það er alveg ótrúleg atburðarás að þurfa kynna yfirtökuna á Spron og Sparisjóðsbanka. Margir hafa sagt að þetta sé ekki stjórnvöldum að kenna og auðvitað er það rétt. EN klúðrið við að kynna þessa yfirtöku er með ólíkindum. Það er eins og ákvörðun hafi verið tekin og strax í framhaldinu kynnt. Það hefði t.d. alveg mátt bíða með það til sunnudags og reyna ná í starfsmenn. Vinnan við yfirfærsluna hefði getað hafist þrátt fyrir að ekki væri búið að kynna það fyrir þjóðinni.

Stjórnin klúðrar algerlega að kynna málið og í heild sinni kemur ótrúlega illa út á fjölmiðlafundum. Láta eins og þeir viti allt það besta, aðrir eigi ekki að vastast í tillögum til lausna og kóróna allt með að gera lítið úr öðrum. Svona lætur bara fólk með lítið sjálfstraust og ljósárum frá því að vera leiðtogar.

Það má svo bæta við að svo virðist sem að VG hafi afritað stefnuskrána frá því fyrir tveimur árum en tekið út nokkra hluti. Ekkert nýtt og alveg jafn langt frá því að vera sannfærandi stefna til að koma okkur upp úr skuldunum.

Ég fer ekki ofan af því að næsta stjórn eiga allir flokkar að starfa saman. Við þurfum að vinna saman til að ná okkur upp úr þessu og þá er engin stefna rétt eða röng. Samvinna leysir málið. Í annan stað eiga ráðherrar ekki að sitja á þinginu heldur einbeita sér að stjórnuninni. Í þriðja lagi koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við sig.

 


mbl.is Tilfinningaríkur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband