Samfylkingin er byggð á sandi

Auðvitað brotnaði Samfylkingin innan frá.

Allt sem flokkurinn stendur fyrir og lætur frá sér er byggt á sandi. Sigmundur hitti á réttu orðin er hann líkti flokknum við loftbólu.

Framkoma Jóhönnu við hugmyndum til lausnar er til háborinnar skammar og rök hennar hvers vegna standast enga veginn. Hún tekur afstöðu út frá gögnum sem eru ekki lýsa nógu vel ástandi heimilanna sbr. gögnin frá Seðlabanknum um íbúðalán.

Össur samkvæmt nýjustu fréttum virtist hlaupinn strax eftir hrunið og það er ekki nema von að lítið gerðist hjá stjórninni því annar helmingurinn virtist vera með hugann allt annarsstaðar en að leysa málin.

Athyglisvert er líka að nýja stjórnin hefur ekki lagt neina nýja tillögu fram um lausn mála. Allt sem hefur verið gert eru tillögur sem komu í haust.

Sjálfstæðisflokkurinn ber auðvitað mikla ábyrgð og hefur svona klórað sig aðeins í áttina að biðjast afsökunar en nándar hvergi nóg. Of margir þingmenn eru enn þarna sem ættu að sjá sinn þátt í þessu. Það á hins vegar við um alla flokkana sem eru með menn á þingi.

Það breytir ekki þeirri staðreynd að flokkur sem er byggður á sandi og eltist við skoðannakannanir, í þeim sem hæst heyrist er ekki traustvekjandi flokkur. 


mbl.is Samfylkingin brotnaði undan storminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband